Við höfuðborgarsvæðið væri hægt að bæta við 148.000 manns samkvæmt skipulagsáætlun. 14.001 íbúð er í byggingu í dag af þeim rúmlega 58.000 sem búið er að samþykkja eða um 23% samþykkra íbúða.
Ekki hefur verið verið hafist við að bygginu fleiri íbúða þrátt fyrir samþykki og stöðu á húsnæðismarkaði.
Þetta kemur fram í minnisblaði sem Samtök sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) sendu frá sér um stöðu uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu.
Í minnisblaðinu kemur fram að í dag séu um 14.000 íbúðir í byggingu og það sé búið að samþykkja skipulag fyrir um 44.555 íbúðir í viðbót. Samkvæmt áætlun ættu 10.391 þessara íbúða að vera tilbúin árið 2024.
En árin 2020 og 2021 bættust alls við 4.719 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu sem er mesta magn á tveggja ára tímabili frá upphafi. Á sama tíma hafa samþykktar íbúðir (lóðir) í samþykktu deiliskipulagi sveitarfélaganna aldrei verið fleiri.
Pláss fyrir 148.000 manns
Af þeim rúmlega 58.000 íbúðum og lóðum sem búið er að samþykkja eru einungis 14.001 í byggingu sem stendur eða um 23%. Það bendir til þess að nóg sé til að samþykktum lóðum og landsvæði, en hækkandi húsnæðisverð og sögulega lítið framboð íbúða sé hægt rekja til þess að ekki sé verið að byggja á samþykktum svæðum þrátt fyrir skort.
Sé reiknað með því að meðalfjöldi íbúa á hverja íbúð, sem er 2,53 einstaklingur á hverja íbúð, haldi sér má reikna út að heildarskipulagið innihaldi rúmlega 148.000 manns í 58.500 íbúðum.
Eftirteknavert er að í minnisblaðinu kemur fram að undanfarin 20 ár hefur hlutfall íbúa á höfuðborgarsvæðinu miðað við landsvísu hækkað úr 61% upp í 64%.
Samtökin segja það mikilvægt að gerð sé þróunaráætlun á fjögurra ára fresti þar sem lögð er áhersla á að samræma áætlanir sveitafélagana til þess að ná fram áformum samtakana fyrir árið 2040.
Heimild: Mbl.is