Home Fréttir Í fréttum Nóg til af lóðum en fáir að byggja

Nóg til af lóðum en fáir að byggja

346
0
Mynd: Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Við höfuðborg­ar­svæðið væri hægt að bæta við 148.000 manns sam­kvæmt skipu­lags­áætl­un. 14.001 íbúð er í bygg­ingu í dag af þeim rúm­lega 58.000 sem búið er að samþykkja eða um 23% samþykkra íbúða.

<>

Ekki hef­ur verið verið haf­ist við að bygg­inu fleiri íbúða þrátt fyr­ir samþykki og stöðu á hús­næðismarkaði.

Þetta kem­ur fram í minn­is­blaði sem Sam­tök sveita­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu (SSH) sendu frá sér um stöðu upp­bygg­ing­ar íbúða á höfuðborg­ar­svæðinu.

Í minn­is­blaðinu kem­ur fram að í dag séu um 14.000 íbúðir í bygg­ingu og það sé búið að samþykkja skipu­lag fyr­ir um 44.555 íbúðir í viðbót. Sam­kvæmt áætl­un ættu 10.391 þess­ara íbúða að vera til­bú­in árið 2024.

En árin 2020 og 2021 bætt­ust alls við 4.719 íbúðir á höfuðborg­ar­svæðinu sem er mesta magn á tveggja ára tíma­bili frá upp­hafi. Á sama tíma hafa samþykkt­ar íbúðir (lóðir) í samþykktu deili­skipu­lagi sveit­ar­fé­lag­anna aldrei verið fleiri.

Gert er ráð fyr­ir að fjölgað geti um 5.600 íbúðir í Kópa­vogi á næstu tutt­ugu árum. Ljós­mynd/​Aðsend

Pláss fyr­ir 148.000 manns

Af þeim rúm­lega 58.000 íbúðum og lóðum sem búið er að samþykkja eru ein­ung­is 14.001 í bygg­ingu sem stend­ur eða um 23%. Það bend­ir til þess að nóg sé til að samþykkt­um lóðum og landsvæði, en hækk­andi hús­næðis­verð og sögu­lega lítið fram­boð íbúða sé hægt rekja til þess að ekki sé verið að byggja á samþykkt­um svæðum þrátt fyr­ir skort.

Sé reiknað með því að meðal­fjöldi íbúa á hverja íbúð, sem er 2,53 ein­stak­ling­ur á hverja íbúð, haldi sér má reikna út að heild­ar­skipu­lagið inni­haldi rúm­lega 148.000 manns í 58.500 íbúðum.

Eft­ir­tekn­a­vert er að í minn­is­blaðinu kem­ur fram að und­an­far­in 20 ár hef­ur hlut­fall íbúa á höfuðborg­ar­svæðinu miðað við landsvísu hækkað úr 61% upp í 64%.

Sam­tök­in segja það mik­il­vægt að gerð sé þró­un­ar­áætl­un á fjög­urra ára fresti þar sem lögð er áhersla á að sam­ræma áætlan­ir sveita­fé­lag­ana til þess að ná fram áform­um sam­tak­ana fyr­ir árið 2040.

Hafn­ar­fjörður – Höfuðborg­ar­svæðið mbl.is

Heimild: Mbl.is