Home Fréttir Í fréttum Bolungarvík breytir senn um svip

Bolungarvík breytir senn um svip

131
0
Eitt af fjölbýlishúsunum rís á auðri lóð við hlið skrifstofu- og verslunarhúss EG. Sést í inngang í það hús Teikning/Sei arkitektar

Mikl­ar breyt­ing­ar verða á ásýnd byggðar­inn­ar í Bol­ung­ar­vík með breyt­ing­um á skipu­lagi og út­hlut­un nýrra lóða. Mesta nýj­ung­in er að gert er ráð fyr­ir að Aðalstræti, gat­an sem flest­ir gest­ir aka um þegar komið er inn í bæ­inn, verði íbúðagata en þjón­ust­an fær­ist að höfn­inni.

<>

Skort­ur er á íbúðum í Bol­ung­ar­vík, eins og víðar á Vest­fjörðum.Við því hef­ur bæj­ar­stjórn brugðist með því að skipu­leggja nýtt hverfi fyr­ir framtíðarbyggð. Er það svo­kallað Hreggna­sa­hverfi á lág­lend­inu við Hólsá, í fram­haldi af nú­ver­andi íbúðabyggð og ofan við inn­keyrsl­una í bæ­inn.

Sam­kvæmt deili­skipu­lagi sem nú er í kynn­ingu er gert ráð fyr­ir 20 íbúðalóðum sem hægt væri að byggja um 50 íbúðir á. Eru þetta ein­býl­is-, par- og fjöl­býl­is­hús. Jón Páll Hreins­son bæj­ar­stjóri seg­ir að mik­il eft­ir­spurn sé eft­ir ein­býl­is­húsalóðum og á von á að það komi fram þegar fyrstu lóðunum verður út­hlutað í júní.

For­send­an fyr­ir því að bú­ist er við aukn­um áhuga á bú­setu í Bol­ung­ar­vík er að sögn bæj­ar­stjór­ans að unnið er að upp­bygg­ingu laxaslát­ur­húss Arctic Fish, mjólk­ur­vinnsl­an Arna er að efla starf­semi sína og von er á að Bol­ung­ar­vík kom­ist vel á kortið sem áfangastaður ferðafólks með opn­un út­sýn­ispalls­ins á Bola­fjalli á kom­andi sumri.

Tryggja þurfi að fólkið sem kem­ur til starfa geti fengið hús­næði. Skipu­lagið sem nú er í kynn­ingu ger­ir einnig ráð fyr­ir upp­bygg­ingu í þágu ferðaþjón­ustu við Hreggna­sa­hverfið en hinum meg­in Hóls­ár.

Íbúðir við „breiðgöt­una“

Þegar komið er til Bol­ung­ar­vík­ur tek­ur á móti gesti breið gata með nokkr­um stór­bygg­ing­um sem hýsa skrif­stof­ur og versl­an­ir helstu at­vinnu­fyr­ir­tækj­anna í bæn­um, svo sem eins og sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is Ein­ars Guðfinns­son­ar og bygg­inga­vöru­versl­un Jóns Friðgeirs Ein­ars­son­ar. Fáir íbú­ar voru við þessa götu. Þetta er að breyt­ast. Verið er að breyta efri hæðunum í íbúðir en versl­an­ir og ýmis þjón­usta er enn á jarðhæð.

Unnið er að breyttu skipu­lagi þar sem byggð verða að minnsta kosti þrjú fjöl­býl­is­hús á auðum lóðum í áður­nefndri húsaröð. Fyrstu út­lit­steikn­ing­ar að hús­un­um voru kynnt­ar á fundi bæj­ar­ráðs í gær. Útlit þeirra tek­ur mið af göml­um sjó­búðum sem stóðu á þess­um slóðum, svo­kölluðum Fjór­búðum sem tóku nafn sitt af fjór­um burst­um í röð.

Gangi áætlan­ir um bygg­ingu nýrra fjöl­býl­is­húsa eft­ir verður Aðalstræti ein fjöl­menn­asta íbúðagat­an á staðnum með um 100 íbúðir.

Þjón­usta tengd við hafn­ar­líf

Síðasti þátt­ur í þess­um breyt­ing­um á skipu­lagi er að byggja upp þjón­ustu­svæði við höfn­ina. Reiknað er með að þjón­usta við íbúa og ferðafólk fær­ist þangað af Aðalstræt­inu.

Heimild: Mbl.is