F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Gangstéttaviðgerðir 2022 – útboð 2 útboð nr. 15475
Helstu magntölur:
Steyptar gangstéttir 2.900 m2
Hellulagðar gangstéttir 3.100 m2
Almenn lýsing:
Um er að ræða viðgerðir á hellulögðum flötum, steyptum stéttum eða köntum í Reykjavík vegna viðhalds fyrir Reykjavíkurborg og/eða eftir framkvæmdir veitustofnanna.
Verkefnin geta verið á stéttum, stígum, götum, innkeyrslum, bílastæðum, innan lóða eða utan. Eðli máls samkvæmt eru verkefni á hverjum stað misstór og geta verið hvar sem er á vinnusvæðinu.
Hreyfanleiki verktaka þarf því að vera mikill. Undanfarin ár hafa verkstaðir verið á bilinu 200-300 talsins og hefur meðalstærð verkefna verið kringum 20m2 á hverjum verkstað.
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 12:00, 5. apríl 2021.
Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00, þann 25. apríl 2021.