Home Fréttir Í fréttum Þessar götur verða malbikaðar í Reykjavík á árinu

Þessar götur verða malbikaðar í Reykjavík á árinu

203
0
Frá malbikun sumarið 2021. VÍSIR/VILHELM

Malbikað verður alls fyrir 1.340 milljónir króna í Reykjavíkurborg í sumar. Er það hækkun um 200 milljónir frá því sem var áður gert ráð fyrir í áætlun. Ástæða þess er aukið niðurbrot slitlaga, einkum vegna veðurfars í vetur.

<>

Borgarráð heimilaði umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út malbikunarframkvæmdir 2022 á fundi sínum í vikunni.

Götur og/eða götukaflar 2022 eru:

Bergstaðastræti, Bolholt, Borgartún, Bólstaðahlíð, Bragagata, Einarsnes, Faxagata, Furumelur, Grófin, Grundarstígur, Hagamelur, Háteigsvegur, Hofsvallagata, Ingólfsstræti, Kapellutorg, Laugásvegur, Laugavegur, Leifsgata, Lækjargata, Menntasveigur, Neshafi, Njarðargata, Nóatún, Rauðarárstígur, Seljavegur, Skúlagata, Suðurgata, Tryggvagata, Túngata, Vatnsmýrarvegur, Vesturhlíð, Vitastígur, Vonarstræti, Ægisgata. Brúnavegur, Dalbraut, Drekavogur, Dyngjuvogur, Ferjuvogur, Grensásvegur, Hólsvegur, Kleppsvegur, Kringlan B, Kænuvogur, Langholtsvegur, Ofanleiti, Ósland, Skeiðarvogur, Skútuvogur, Sléttuvegur, Suðurlandsbraut. Álfabakki, Árvað, Bæjarháls, Dragháls, Fylkisvegur, Grjótháls, Heiðarsel, Hestháls, Hraunbær, Jaðarsel, Raufarsel, Rofabær, Selásbraut, Skógarsel, Strengur, Stöng, Suðurfell, Þingtorg, Berjarimi, Bíldshöfði, Borgarvegur, Dvergshöfði, Fannafold, Gagnvegur, Gufunesvegur, Hamravík, Hlínartorg, Jónsgeisli, Kollagrund, Lambhagavegur, Lokinhamrar, Mosavegur, Spöngin, Strandvegur, Vallargrund, Vík, Víkurvegur og Þúsöld.

Sá fyrirvari er settur að listi yfir götur getur breyst við frekari ástandsskoðun á vormánuðum. Niðurbrot gatna er mjög háð ytri aðstæðum eins og umferðarþunga og veðurfari.

Gerð er grein fyrir stöðu og áætlaðri viðhaldsþörf gatnakerfis í Reykjavík í meðfylgjandi minnisblaði verkfræðistofunnar Eflu.

Þar kemur meðal annars fram að áætluð viðhaldsþörf gatna er um 1.300 m.kr. á ári næstu 5-10 ár. Miðað við reynslu af endingu slitlaga gatna hefur verið áætlað að endurnýja þurfi slitlög á um 6% af götum borgarinnar til að halda gatnakerfinu í ásættanlegu ástandi.

Heimild: Mbl.is