Home Fréttir Í fréttum Karlmaður á fertugsaldri lést í vinnuslysi

Karlmaður á fertugsaldri lést í vinnuslysi

222
0

Karlmaður á fertugsaldri lést af slysförum í Urriðaholti í Garðabæ í gær. Maðurinn sem er erlendur ríkisborgari var úrskurðaður látinn á vettvangi eftir fall á vinnusvæði en ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.

<>

Fréttablaðið greindi frá slysinu í gærkvöldi en tilkynning vegna slyssins barst lögreglu á þriðja tímanum í gær. Í kjölfarið héldu lögregla og sjúkraflutningamenn á slysstað. Lögreglan og vinnueftirlitið rannsakar nú tildrög slyssins.

Heimild: Mannlif.is