Home Fréttir Í fréttum Greiða 150 milljóna aukareikninga vegna Stapaskóla

Greiða 150 milljóna aukareikninga vegna Stapaskóla

453
0
Stapaskóli

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt og falið sviðsstjóra umhverfissviðs að ganga frá greiðslu vegna uppgjöra á aukaverkum vegna fyrsta áfanga Stapaskóla. Upphæðin nemur 154.568.901 krónum.

<>

Töluverður hiti var í bæjarfulltrúum vegna lokauppgjörs við verktaka byggingarinnar rétt áður en skólahald hófst í hinni nýju byggingu undir lok árs 2020, enda þótti minnihluta bæjarstjórnar verkið hafa dregist úr hófi og kostnaður aukist umfram áætlanir.

Bæjarfulltúar Miðflokks og fulltrúar meirihlutans lögðu fram bókanir vegna málsins á þeim tíma.

Heimild: Sudurnes.net