Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Carbfix semur við Eflu um förgunarstöð

Carbfix semur við Eflu um förgunarstöð

201
0
Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix og Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri Eflu. Ljósmynd/Aðsend

Fyr­ir­tækið Car­bfix hef­ur samið við verk­fræðiskrif­stof­una Eflu um for­hönn­un á Coda Term­inal, fyr­ir­hugaðri mót­töku- og förg­un­ar­stöð fyr­ir kol­díoxíð í Straums­vík.

<>

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að for­hönn­un­in feli meðal ann­ars í sér þarfagrein­ingu og frum­hönn­un á búnaði og bygg­ing­um, val­kosta­grein­ing­ar og mat á skipu­lags­mál­um, kostnaði og tíma­áætl­un­um.

Áætlað er að þess­um þætti ljúki í sum­ar og þá taki við fullnaðar­hönn­un. Sam­hliða þessu hefst einnig vinna við um­hverf­is­mat verk­efn­is­ins.

Hefj­ist í til­rauna­skyni á næsta ári

Coda Term­inal er ætlað að taka á móti 3 millj­ón­um tonna af kol­díoxíði á ári og farga því með Car­bfix tækn­inni. Hún felst í að blanda það vatni og dæla því niður í basaltj­arðlög, þar sem það umbreyt­ist var­an­lega í stein með nátt­úru­leg­um ferl­um.

Kol­díoxíðið verður ann­ars veg­ar fangað frá iðnaði í Norður-Evr­ópu og flutt hingað til lands með sér­hönnuðum skip­um, og hins veg­ar frá ál­veri Rio Tinto í Straums­vík.

Stefnt er að því að niður­dæl­ing í til­rauna­skyni hefj­ist 2023 og að stöðin nái full­um af­köst­um 2031, en þau sam­svara meira en helm­ingi af ár­legri heild­ar­los­un Íslands á CO2.

Heimild: Mbl.is