Home Fréttir Í fréttum Nýtt og glæsilegt fjölbýlishús fyrirhugað á Tölvunarreitnum í Vestmannaeyjum

Nýtt og glæsilegt fjölbýlishús fyrirhugað á Tölvunarreitnum í Vestmannaeyjum

395
0
Tölvugerð mynd af hvernig húsið kemur til með að líta út. Myndir/aðsendar

Þann 28. mars sl. samþykkti umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja að auglýsa breytingu á deiliskipulagi miðbæjar M-1.

<>

Gert er ráð fyrir 8 íbúðum (3-3-2) á 3 hæðum sem byggðar verða ofan á húsnæði Tölvunar að Strandvegi 51.

Í umsókninni kemur m.a. fram:

  • Húsið verði 4 hæðir með inndregnum hæðum eftir því sem ofar dregur og svalir á suður-, austur- og vesturhliðum.
  • Húsið verði með einhalla þaki til suðurs og hámarkshæð verði undir 15 metrum.
  • Við byggingu hússins verði tekið mið af BREEAM vottunarkerfinu sem tekur mið af vistvænum byggingarefnum.
  • Stefnt er að góðri innivist með góðri orkunýtingu með endurnýjanlegum orkugjöfum og sjálfbærni með sólarsellum á þaki og varmadælulausnum.

Eins og sést á meðfylgjandi myndum og myndbandi er hér um framsýnt verkefni að ræða með góða tengingu við náttúru Eyjanna, enda munu glöggir áhorfendur sjá samlíkingu byggingarinnar við útlínur Suðureyjar, segir í tilkynningu frá húseigendum.

Strandvegur 51 Sudurey-resemblance

Hönnun/teiknivinna: Ríkarður T. Stefánsson / TPZ ehf.

Heimild: Eyjar.net