Home Fréttir Í fréttum LNS Saga fær lóðir undir svefnbúðir og mötuneyti

LNS Saga fær lóðir undir svefnbúðir og mötuneyti

373
0
Mynd: LNS saga

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings samþykkti á dögunum að LNS Saga fengi úthlutað lóðunum við Höfða 14, 16 og 18 undir svefnbúðir og mötuneyti.

<>
Þar er áætlað að settar verði upp svefnbúðir fyrir 44 starfsmenn og munu þær standa til ársloka 2017.
Að auki áætlar fyrirtækið setja upp vinnuaðstöðu á hafnarsvæðinu í grennd við fyrirhugaðan gangamunna og einnig á lóðunum Höfða 6-8.
Að auki áætlar fyrirtækið setja upp vinnuaðstöðu á hafnarsvæðinu í grennd við fyrirhugaðan gangamunna og einnig á lóðunum Höfða 6-8.
Í gær var flutningaskip við Norðurgarðinn þar sem skipað var upp vinnubúðum og þær fluttar á höfðann.

Af öðrum innviðaframkvæmdum er það helst að stefnt  er að því dýpkunarframkvæmdir hefjist í Húsavíkurhöfn á allra næstu dögum. Þá hefur Vegagerðin boðið út niðurrekstur á stálþilum vegna lengingar Bökugarðs og verða tilboð opnuð 8. desember nk.

Heimild: 641.is