F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í:
Laugasól – Endurbætur og breytingar á húsnæði og lóð, útboð 15421
Verkið snýst um endurbætur og breytingar á leikskólanum Laugsól að Leirulæk 6. Um er að ræða gagngerar endurbætur á núverandi húsnæði og hluta lóðar. Markmið verkefnis er að uppræta rakavandamál, breyta niðurgröfum kjallara í jarðhæð, laga aðgengismál og bæta innivist svo fjölga megi leikskólaplássum um allt að 50 í skólanum.
Helstu verkþættir eru:
• Gagngerar endurbætur og breytingar í kjallara.
• Breytingar og endurbætur á efri hæðar.
• Endurnýjun raf-, loftræsti- og lagnakerfa.
• Lóðaframkvæmdir og fullnaðarfrágangur á hluta lóðar.
Vakin er athygli á því að um er að ræða leikskóla sem verður með starfsemi í húsnæði og á lóð samhliða framkvæmdum.
Húsnæði leikskólans að Leirulæk 6 var byggt 1965 og er um 1160 m2. Núverandi útileiksvæði leikskólans við Leirulæk 6 er rúmlega 3120 m2. Hluti af framkvæmdum er að stækka afgirt útileiksvæði barna.
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 12:00, 25. mars 2022. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“ eða „Register“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00, 27. apríl 2022.