Home Fréttir Í fréttum Milljarður í arð til hluthafa

Milljarður í arð til hluthafa

340
0
Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir er stjórnarformaður Límtré Vírnets. Aðsend mynd

Methagnaður var á rekstri Límtré Vírnets á síðasta ári, en á aðalfundi félagsins var samþykkt að greiða einn milljarð króna í arð til hluthafa.

<>

Methagnaður var á rekstri íslenska iðnfyrirtækisins Límtrés Vírnets á síðasta ári, en hagnaðurinn nam 547,5 milljónum króna eftir skatta. Velta samstæðunnar nam tæpum fjórum milljörðum króna á árinu og jókst um 32% á milli ára.

Fyrirtækið selur vörur fyrir íslenskan byggingariðnað og sérhæfir sig í framleiðslu á stál- og álklæðningum, límtré og yleiningum úr íslenskri steinull.

Hagnaður félagsins fyrir fjármagnsliði nam 783,5 milljónum króna og jókst um 166% á milli ára. Eiginfjárhlutfall félagsins í árslok var 34,6%.

Á aðalfundi félagsins var samþykkt að greiða einn milljarð króna í arð til hluthafa. Þetta er í fyrsta sinn sem félagið greiðir út arð, eftir að núverandi eigendahópur kom að félaginu fyrir 12 árum. Fjárfestingafélagið Stekkur á 80% hlut í félaginu, en eigandi Stekks er Kristinn Aðalsteinsson.

Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir er framkvæmdastjóri Stekks og stjórnarformaður Límtrés Vírnets. Hún segir arðgreiðsluna koma á góðum tíma og að hún verði nýtt í áframhaldandi fjárfestingastarfsemi félagsins. Hún bætir við að stefna Límtrés Vírnets sé að greiða áfram út arð til hluthafa, í samræmi við getu félagsins á hverjum tíma.

Heimild: Vb.is