Home Fréttir Í fréttum Konum fer fjölgandi í iðngreinum

Konum fer fjölgandi í iðngreinum

143
0
FKA-konur í mannvirkjaiðnaði saman komnar á sýningunni Verk og vit. Mynd/Alma Jóhanns

Konum í iðngreinum á Íslandi er að fjölga að mun eins og vel sést á sýningunni Verk og vit sem nú stendur yfir í Laugardalshöll.

<>

„Þeim er að fjölga, já, en ekki nógu hratt að mínu viti,“ segir Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, en hún segir breytinguna þó augljósa frá því fyrir tíu árum eða svo. „Og það gleðilega er að þessar stúlkur eru að koma til iðnnáms beint úr grunnskóla.“

„Konum fjölgar helst í rafiðngreinunum, en einnig í húsasmíði og pípulögn – og núna eru til dæmis fjórar stúlkur að læra vélstjórn sem var óþekkt fyrir nokkrum árum,“ segir Hildur.

„Það eru gríðarleg tækifæri fyrir konur í þessum greinum,“ segir Hildur jafnframt og skorar á stúlkur og ungar konur að huga að þessum atvinnumöguleika, en iðnaðarmenn eru afar eftirsóttir til starfa.

Heimild: Frettabladid.is