Home Fréttir Í fréttum Fluttur á slysadeild eftir að grjót hrundi yfir gröfu

Fluttur á slysadeild eftir að grjót hrundi yfir gröfu

181
0
Ökumaður gröfu sem var við vinnu í grjótnámu skammt frá Akureyri var fluttur á slysadeild Sjúkrahússins á Akureyri í morgun eftir að grjót hrundi á vélina. Lögreglan rannsakar tildrög slyssins Morgunblaðið greinir frá slysinu á vef sínum. Slysið varð í grjótnámu skammt frá Akureyri klukkan níu í morgun og var maðurinn fluttur á slysadeild. Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir að nú sé verið að rannsaka tildrög slyssins. Hún vildi ekki veita upplýsingar um líðan mannsins að svo stöddu.
Ökumaður gröfu sem var við vinnu í grjótnámu skammt frá Akureyri var fluttur á slysadeild Sjúkrahússins á Akureyri í morgun eftir að grjót hrundi á vélina.

Lögreglan rannsakar tildrög slyssins

Morgunblaðið greinir frá slysinu á vef sínum. Slysið varð í grjótnámu skammt frá Akureyri klukkan níu í morgun og var maðurinn fluttur á slysadeild.

<>

Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir að nú sé verið að rannsaka tildrög slyssins.

Hún vildi ekki veita upplýsingar um líðan mannsins að svo stöddu.

Heimild: Ruv.is