Home Fréttir Í fréttum Óvissa um áhrif stríðsins á byggingu Landspítala

Óvissa um áhrif stríðsins á byggingu Landspítala

94
0
Þingmenn í fjárlaganefnd tóku sjálfu á nýja Landspítalareitnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óvíst er um þá örðug­leika sem inn­rás Rússa í Úkraínu gæti valdið bygg­ingu nýs Land­spít­ala. Þetta seg­ir formaður fjár­laga­nefnd­ar, en nefnd­in heim­sótt vinnusvæði nýs Land­spít­ala við Hring­braut í dag.

<>

Fyrst átti hún fund með hluta stjórn­ar Hring­braut­ar­verk­efn­is­ins og fengu gest­irn­ir síðan leiðsögn um vinnusvæðið.

„Við vor­um fyrst og fremst að kynna okk­ur verk­efnið sem slíkt enda ný fjár­laga­nefnd að hluta,“ seg­ir Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, formaður nefnd­ar­inn­ar, í sam­tali við mbl.is.

Fjár­laga­nefnd heim­sótti fram­kvæmd­ar­svæði Land­spít­al­ans í morg­un. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Áhrif stríðsins óljós
Rætt var um mögu­legt mót­læti sem gæti stafað af stríðinu í Úkraínu.

„Stríðið hef­ur áhrif og ekki ólík­legt að örðug­leik­ar stafi af því, til dæm­is með inn­flutn­ing á stáli, sem eru ekki komn­ir í ljós enn þá,“ seg­ir Bjarkey.

Fram­kvæmd­in hef­ur gengið aðeins hæg­ar en gert var ráð fyr­ir í upp­hafi. Margt hef­ur þar haft áhrif, til að mynda kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn, bæt­ir Bjarkey við.

Hún seg­ir einnig að spít­al­inn muni koma til með að breyta miklu þegar hann verður tek­inn í gagnið, enda sé þetta stór fram­kvæmd á ís­lensk­an mæli­kv­arða.

Heimild: Mbl.is