Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í girðingar og yfirborðsfrágang umhverfis nýtt grasæfingasvæði í Kaplakrika í Hafnarfirði auk girðingar á bílaplani við aðalbyggingu.
Útboðið nær til allra þátta annars vegar við að fullgera girðingar ásamt burðarþols- og deilihönnun hluta girðingakerfisins og hins vegar til allra þátta yfirborðsfrágangs. Svæðið er 125 m langt og um 110 m breitt.
Útboðsgögn verða afhent gegn beiðni á netfangið kristinn@vsb.is frá og með þriðjudeginum 22. mars 2022.
Tilboð verða opnuð miðvikudaginn 06.04.2022, kl. 11:00 að Norðurhellu 2 í Hafnarfirði.
Verkinu skal að fullu lokið 01.07.2022.
Helstu magntölur:
Jarðvinna vegna undirstaðna | 184 stk. | |
Stálrimlagirðingar | 457 m | |
Aksturshlið | 4 stk. | |
Gönguhlið | 3 stk. | |
Frágangur fláa | 1.760 m2 | |
Þökulögn | 550 m2 | |
Sáning | 905 m2 |