Home Fréttir Í fréttum Opna fimm þúsund fer­­metra verslun og ­­þjónustu­mið­­stöð á Akur­eyri

Opna fimm þúsund fer­­metra verslun og ­­þjónustu­mið­­stöð á Akur­eyri

309
0
Verslunarmiðstöðin opnar í dag. Mynd/Aðsend

Í dag opna Húsa­smiðjan, Blóma­val og Ís­kraft nýja verslun og þjónustu­mið­stöð á Akur­eyri við Freyju­nes og mun starf­semi fyrir­tækisins flytjast frá Lóns­bakka og Hjalt­eyrar­götu þar sem fyrir­tækið hefur verið með starf­semi um ára­bil.

<>

Hin nýja verslun er um 5.000 fer­metrar að stærð.

Við hönnun og skipu­lag verslunarinnar var leitað til hins breska hönnunar­fyrir­tækis M WorldWi­de og var auk nýrra þjónustu­þátta og upp­færslu vöru­vals meðal annars lögð á­hersla á upp­lifun í gegnum staf­ræna miðlun, skjái og sjón­ræna upp­lifun. Einnig hefur raf­vöru­verslunin Ís­kraft sem er dóttur­fyrir­tæki Húsa­smiðjunnar einnig opnað sér­verslun undir sama þaki.

„Málningar­deildin hefur verið stór­bætt og við höfum veg­legt sýningar­rými fyrir heimilis­tæki, gólf­efni og hrein­lætis­tæki og höfum sett upp sýningar­veggi fyrir þunga­vöru.

Verslun Blóma­vals verður enn stærri og glæsi­legri og timbursalan stækkar um­tals­vert og verður hægt að aka beint í gegnum hana við kaup,“ segir Tinna Ólafs­dóttir, fram­kvæmda­stjóri verslunar­sviðs Húsa­smiðjunnar.

Sam­hliða staf­rænni þróun og miklum vexti í net­verslun Húsa­smiðjunnar og Blóma­vals hefur fyrir­tækið horft til þess að byggja á­fram upp öflugar verslanir og þjónustu­mið­stöðvar um land allt þar sem á­hersla er lögð á góða þjónustu og sem breiðast vöru­úr­val í heima­byggð.

„Verslunin á Akur­eyri er mikil­væg varða á þeirri veg­ferð þar sem á­hersla lögð á enn betri og ein­stak­lings­miðaðri þjónustu.

Sem dæmi um þessa nálgun er að þú hefur val um hvort þú kýst að skanna beint ofan í körfuna með sjálfs­af­greiðslu í gegnum Húsa­smiðju­appið eða vera í beinu sam­bandi við starfs­fólk og fá ráð­leggingar og að­stoð frá því,“ segir Tinna.

Heimild: Frettabladid.is