Home Fréttir Í fréttum Sundabraut er sjálfstætt verkefni

Sundabraut er sjálfstætt verkefni

121
0
Sundabraut mun liggja upp í Kolafjörð. mbl.is

„Hann bland­ar þarna sam­an,“ seg­ir Gunn­ar Ein­ars­son, bæj­ar­stjóri Garðabæj­ar og formaður Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu, í sam­tali við mbl.is um þær full­yrðing­ar Sveins Óskars Sig­urðsson, bæj­ar­full­trúa Miðflokks­ins í Mos­fells­bæ, um að þeir fjár­mun­ir sem fara í sam­komu­lag um efl­ingu al­menn­ings sam­gangna á höfuðborg­ar­svæðinu væru bet­ur varið í aðrar fram­kvæmd­ir.

<>

Sveinn Óskar hef­ur nefnt Sunda­braut sem hag­kvæm­asta kost­inn hvað sam­göngu­mann­virki varðar á höfuðborg­ar­svæðinu.

120 millj­arða fjár­mögn­un
„Í sam­göngusátt­mála fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið er gert ráð fyr­ir áfram­hald­andi greiðslum til efl­ingu al­menn­ings­sam­gangna,“ seg­ir Gunn­ar. Sam­göngusátt­máli höfuðborg­ar­svæðis­ins var und­ir­ritaður árið 2019 og gild­ir í 15 ár frá und­ir­rit­un­ar­degi. Heild­ar­fjármögn­un á tíma­bil­inu er upp á 120 millj­arða króna.

„Þetta er skjalfest og eng­inn ágrein­ing­ur er um það,“ seg­ir Gunn­ar, og bæt­ir við að „Sunda­braut er annað mál sem er ekki inn í þess­um sátt­mála. Sunda­braut­in er sjálf­stætt verk­efni.“

Heimild: Mbl.is