Home Fréttir Í fréttum Nanna Kristín til Húsheildar og Hyrnu

Nanna Kristín til Húsheildar og Hyrnu

409
0
Nanna Kristín Tryggvadóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nanna Krist­ín Tryggva­dótt­ir hef­ur verið ráðin sem fram­kvæmda­stjóri Hús­heild­ar ehf. og Bygg­ing­ar­fé­lags­ins Hyrnu.

<>

Nanna Krist­ín hef­ur þegar hafið störf en hún tek­ur við starf­inu af Ólafi Ragn­ars­syni sem mun áfram starfa hjá fyr­ir­tæk­inu við ýmis verk­efni þess.

Hús­heild festi ný­lega kaup á Bygg­ing­ar­fé­lag­inu Hyrnu. Meðal verk­efna fyr­ir­tækj­anna eru stækk­un flug­stöðvar­inn­ar á Ak­ur­eyri og bygg­ing­in fjöl­býl­is­húsa þar í bæ, gerð Þjóðgarðsmiðstöðvar á Hell­is­sandi og gesta­stofu á Kirkju­bæj­arklaustri, gerð tveggja brúa á Snæ­fellsnesi auk fjölda annarra verk­efna víða um land.

Nanna Krist­ín hef­ur starfað hjá Lands­bank­an­um frá 2009, fyrst á fyr­ir­tækja­sviði, síðar í áhættu­stýr­ingu og verk­efna­stjórn­un og sem aðstoðarmaður banka­stjóra und­an­far­in 5 ár.

Hún út­skrifaðist með BSc. í rekstr­ar­verk­fræði frá Há­skól­an­um í Reykja­vík 2010 og lauk meist­ara­gráðu í rekstr­ar­verk­fræði frá Duke há­skóla í Norður-Karólínu 2011. Hún er jafn­framt með meist­ara­gráðu í fjár­mál­um fyr­ir­tækja frá Há­skól­an­um í Reykja­vík.

Heimild: Mbl.is