Home Fréttir Í fréttum „Við verðum að byggja nýtt Breiðholt“

„Við verðum að byggja nýtt Breiðholt“

111
0
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins. Hún segir að uppsöfnuð þörf á húsnæðismarkaði jafngildi því að byggja þurfi nýtt Breiðholt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Var­lega áætlað er upp­safnaður íbúðaskort­ur á land­inu um 15 þúsund íbúðir og til að vinna á þess­um skorti þarf að ráðast í stór­tæka upp­bygg­ingu strax á þessu ári, bæði með upp­bygg­ingu fé­lags­legra íbúða og einnig annarra ódýrra eigna.

<>

Þetta sagði Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, þingmaður Flokks fólks­ins, í sér­stakri umræðu um framtíð fé­lags­lega hús­næðis­kerf­is­ins á Alþingi í dag. Tók­ust þing­menn meðal ann­ars á um ábyrgð Reykja­vík­ur­borg­ar í skort­in­um og hvort ábyrgðin væri annarra sveit­ar­fé­laga.

Vilja 500 íbúðir auka­lega á ári í al­menna íbúðakerfið

Logi Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, var upp­hafsmaður umræðunn­ar og sagði hann að hús­næði væri ekki eins og hefðbund­in neyslu­vara sem ætti að lúta lög­mál­um markaðar­ins.

Hús­næði væri grund­vall­ar mann­rétt­indi og að horfa þyrfti til lang­tíma en ekki slökkva elda eins og hann sagði rík­is­stjórn­ina hafa gert síðasta kjör­tíma­bil. Sagði hann aðstæður hafa versnað á hús­næðismarkaðinum hér á landi síðustu tvo ára­tug­ina og vísaði í töl­ur frá Hag­stof­unni um að þeir sem byggju við hús­næðis­skort hefðu verið um 25 þúsund árið 2005, en árið 2018 væri sú tala kom­in upp í 50 þúsund.

Logi sagði jafn­framt að fyr­ir­séð væri að vandi margra á hús­næðismarkaði myndi aukast með hækk­andi vöxt­um og hækk­andi hús­næðis­verði. Það þýddi jafn­framt að erfiðara yrði fyr­ir fólk að kom­ast inn á markaðinn á næst­unni.

Kallaði hann eft­ir grund­vall­ar­stefnu­breyt­ingu í hús­næðismál­um og sagði að stór­auka þyrfti fram­lög til að byggja hag­kvæmt hús­næði og draga þannig úr sveifl­um á markaðinum.

Rifjaði hann upp þings­álykt­un­ar­til­lögu sem Sam­fylk­ing­in hefði sett fram um að ríkið ætti að efla al­menna íbúðakerfið með upp­bygg­ingu á 500 leigu- og bú­setu­íbúðum á ári um­fram það sem þegar hef­ur verið ákveðið. „Önnur fjög­urra ára stöðnun í hús­næðismál­um er ekki í boði,“ sagði Logi í lok ræðu sinn­ar.

Logi Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Seg­ir al­menna íbúðakerfið hafa gef­ist vel

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son innviðaráðherra tók næst til máls og fór yfir aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar á þessu og síðasta kjör­tíma­bili. Þannig hefði t.d. alla tíð skort yf­ir­sýn um fram­boð lóða og stöðu í hverju sveit­ar­fé­lagi.

Það hafi nú breyst og skila sveit­ar­fé­lög nú sta­f­ræn­um hús­næðisáætl­un­um þar sem upp­lýs­ing­ar séu sam­ræmd­ar um mat sveit­ar­fé­laga á íbúðaþörf, hvert lóðafram­boðið sé og áætl­un um upp­bygg­ingu á kom­andi árum. Þá væri hægt að sjá upp­lýs­ing­ar næst­um í raun­tíma um bygg­ing­arstig íbúða á vef Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar.

Nefndi Sig­urður að á síðasta kjör­tíma­bili hefði verið komið á hlut­deild­ar­lán­um og hefðu sam­tals 600 um­sókn­ir borist í það kerfi og 300 lán verið af­reidd. Þá hefði 18 millj­örðum verið út­hlutað vegna al­mennra hús­næðis­fé­laga frá ár­inu 2016 og að það hefði skilað sér í 3.000 íbúðum.

Þá væri þriðjung­ur nú­ver­andi leigu­íbúða nú á veg­um hins op­in­bera. Sagðist hann reynd­ar vilja hækka það hlut­fall enn frek­ar í nú­ver­andi ástandi. Sagði hann al­menna íbúðakerfið hafa gef­ist vel og al­menna sátt vera um það.

„Sveit­ar­fé­lög­in mega ekki vera drag­bít­ur“

Aðrir þing­menn tóku svo til mála og virt­ust all­ir telja að byggja þyrfti meira og út­hluta fleiri lóðum. Mis­mun­andi var þó hvar þing­menn töldu ábyrgðina liggja.

Haf­dís Hrönn Haf­steins­dótt­ir, þing­kona Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði meðal ann­ars að það þyrfti að skil­greina ábyrgð sveit­ar­fé­laga þegar kæmi að upp­bygg­ingu hús­næðis og fé­lags­lega kerf­is­ins. „Sveit­ar­fé­lög­in mega ekki vera drag­bít­ur í bar­átt­unni við hús­næðis­vand­ann,“ sagði hún og benti á að meðan þörf­in væri nú um 4.000 íbúðir á ári þá væri meiri­hluti borg­ar­stjórn­ar að út­hluta rúm­lega 1.000 íbúðum á þessu ári. Sagði hún ekki erfitt að sjá að þarna þyrfti að spýta í.

Ásthild­ur sagði heild­arþörf­ina núna eins og fyrr seg­ir vera um 15 þúsund íbúðir og að eðli máls­ins sam­kvæmt væri meiri­hluti þeirra á höfuðborg­ar­svæðinu. „Við verðum að byggja nýtt Breiðholt og ríkið verður að koma að þess­ari vinnu í sam­starfi við sveit­ar­fé­lög­in,“ sagði hún. Beindi hún sjón­um sín­um einnig að Reykja­vík­ur­borg og sagði meiri­hlut­ann þar hafa samþykkt að 1.280 íbúðir gætu farið í bygg­ingu og bætti við að þar þyrfti að bæta sig.

Reykja­vík standi sig vel í sam­an­b­urði við önn­ur sveit­ar­fé­lög

Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, varði hins veg­ar hús­næðis­stefnu borg­ar­inn­ar og benti á að sam­kvæmt áætl­un­um HMS sem voru í gildi þangað til í lok síðasta árs hefði verið gert ráð fyr­ir að þörf­in væri um 3.500 íbúðir ár­lega á land­inu öllu.

Sagði hann íbúa Reykja­vík­ur vera um þriðjung lands­manna, íbúa í öðrum sveit­ar­fé­lög­um á höfuðborg­ar­svæðinu um þriðjung og svo utan höfuðborg­ar­svæðis­ins loka þriðjung­inn. Þegar horft væri á fjölda íbúða sem lokið hefði verið að byggja á síðasta ári væri 48% þeirra í Reykja­vík. Árið 2020 hefði hlut­fallið verið 54% og árið 2019 44%.

Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Sagði hann Reykja­vík­ur­borg því vera síðasta sveit­ar­fé­lagið sem ætti að gagn­rýna vegna stöðunn­ar á fast­eigna­markaðinum. Sagði hann nú­ver­andi áætl­un borg­ar­inn­ar vera að lág­marki 1.000 íbúðir og m.v. það væri borg­in á pari við það sem fyrri áætl­un HMS gerði ráð fyr­ir. Rétt væri hins veg­ar að bæta þyrfti í, en það væri út frá mjög ný­leg­um áætl­un­um. Lauk hann máli sínu á að segja að Reykja­vík­ur­borg hefði sinnt rúm­lega sínu í þess­um mála­flokki, auk þess að vera með um 48% af öllu fé­lags­legu hús­næði í land­inu.

Heimild: Mbl.is