Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Samningur um fullnaðarhönnun á húsi Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands

Samningur um fullnaðarhönnun á húsi Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands

259
0
Mynd: NLSH

Lokuðu útboði um fullnaðarhönnun húsnæðis Heilbrigðisvísindastofnunar Háskóla Íslands lauk í síðustu viku með töku tilboðs ráðgjafahóps undir forystu Verkís.

<>

Ráðgjafahópinn skipa auk verkfræðistofunnar Verkís hf. TBL arkitektar (T.ark arkitektar ehf., Batteríið sf. og Landslag ehf.) og John Cooper Architecture (JCA). Gengið hefur verið til samninga við ráðgjafahópinn á grundvelli niðurstöðu útboðsins.

Fjórir ráðgjafahópar öðluðust þátttökurétt í lokuðu útboði með tilkynningu um niðurstöðu forvals og skiluðu þeir allir inn fullgildri tillögu í útboðinu.

Matsnefnd sem skipuð var fimm aðilum lagði mat á innsendar tillögur og gaf þeim einkunnir samkvæmt fyrirfram ákveðnu matskerfi útboðsgagna.

Bygging Háskóla Íslands á Hringbrautarsvæðinu er hluti af uppbyggingu á nýjum Landspítala, en gert er ráð fyrir að Háskóli Íslands flytji nær alla starfsemi Heilbrigðisvísindasviðs í endurbættan Læknagarð og nýbyggingu sem mun rísa sunnan nýs meðferðarkjarna og tengjast Læknagarði sem er þar fyrir.

Auk nýbyggingarinnar, sem er um 8.300 m2, , á að breyta skipulagi og starfsemi í Læknagarði.

„Við hjá NLSH erum mjög ánægð með þátttökuna í útboðinu, en það bárust fjórar vandaðar tillögur fyrir matsnefnd að velja úr. Vinningstillagan er vel leyst og endurspeglar góðan skilning á verkefninu.

Ég er þess fullviss að nýbyggingin eigi eftir að sóma sér vel á Hringbrautarlóðinni með bæði gömlum og nýjum byggingum á svæðinu,” segir Bjargey Björgvinsdóttir á hönnunarsviði NLSH.

Heimild: NLSH