Home Fréttir Í fréttum Fjárfesta fyrir nokkur hundruð milljónir

Fjárfesta fyrir nokkur hundruð milljónir

218
0
Miklar breytingar hafa verið gerðar á húsnæðinu til að hægt sé að taka á móti nýju tækjunum. Ljósmynd/Aðsend

Spenn­andi tím­ar eru framund­an hjá Rönt­gen Domus en fyr­ir­tækið hef­ur ný­lega tekið á móti glæ­nýj­um tækj­um sem verða tek­in í notk­un von­andi í þess­um mánuði. Starfs­menn og verk­tak­ar hafa staðið í ströngu und­an­farn­ar vik­ur að und­ir­búa komu þeirra enda ekki hlaupið að því að koma þess­um stóru og flóknu græj­um í notk­un.

<>

Þetta seg­ir Sól­veig Jó­hanns­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Rönt­gen Domus – Lækn­is­fræðilegr­ar mynd­grein­ing­ar.

Tæk­in sem um ræðir eru alls fjög­ur tals­ins, seg­ulóm­un­ar­tæki, rönt­g­en­tæki og tvö óm­un­ar­tæki. And­virði þeirra hleyp­ur sam­tals á nokk­ur hundruð millj­ón­um svo ekki sé minnst á kostnaðinn sem felst í breyt­ing­um á hús­næðinu sem nauðsyn­legt var að ráðast í.

Að sögn Sól­veig­ar munu nýju tæk­in bjóða upp á betri þjón­ustu við viðskipta­vini og lækna sem senda skjól­stæðinga sína til þeirra. Með til­komu þeirra verða mynd­ir í betri upp­lausn og fleiri grein­ing­ar­mögu­leik­ar munu standa til boðar, svo eitt­hvað sé nefnt.

Sól­veig Jó­hanns­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Rönt­gen Domus. Ljós­mynd/​Aðsend

Seg­ulóm­un­ar­tækið stærsta fjár­fest­ing­in

Af þess­um nýju grip­um er seg­ulóm­un­ar­tækið hvað verðmæt­ast en sú fjár­fest­ing ein og sér nam ríf­lega hundrað millj­ón­um króna.

„Þetta er auðvitað mik­il fjár­fest­ing. Þetta er stórt og mikið tæki. Það sem breyt­ist kannski fyr­ir sjúk­linga er að aðgengið að tæk­inu, að kom­ast í það, er miklu betra. Fólk þarf að vera skem­ur í tæk­inu þannig að það tek­ur skemmri tíma. Eins opn­ast nýir mögu­leik­ar á nýj­um rann­sókn­um, sem hef­ur ekki verið hægt að gera,“ seg­ir Sól­veig.

Ekki eins og að kveikja á nýj­um Ip­ho­ne síma

Hún seg­ir mögu­legt að tæk­in verði til­bú­in til notk­un­ar í þess­um mánuði en ríf­lega ár er liðið frá því að ákvörðunin um að fjár­festa í þeim var tek­in. Síðan þá hef­ur mik­il vinna farið í að und­ir­búa komu þeirra og fjár­magna.

„Hér er heill her af iðnaðarmönn­um að und­ir­búa þetta allt sam­an.“

Þetta er þá ekki eins og að kveikja bara á nýj­um Ip­ho­ne síma?

„Nei, þetta er ekki bara að kveikja. Það er búið að vera meiri­hátt­ar aðgerð í mánuð hérna. Það eru allskon­ar iðnaðar­menn sem koma að þessu, raf­virkj­ar, píp­ar­ar, tækni­menn og smiðir. Það er bú­inn að fara mánuður í að breyta leiðslum raf­magni og öðru.

Hvað veld­ur því að þið eruð að ráðast í þessa end­ur­nýj­un núna?

„Fyr­ir­tækið vill bara veita frek­ari þjón­ustu. Auðvitað þarf alltaf að end­ur­nýja tæki. Það var bara ákveðið að fara í það núna.“

Starfa enn í Domus Medica hús­inu

Lækn­is­fræðileg mynd­grein­ing er elsta mynd­grein­ing­ar­fyr­ir­tækið á Íslandi en það var stofnað árið 1993. Domus er eitt af þeim fáu fyr­ir­tækj­um sem halda áfram starf­semi í Domus Medica hús­inu en fyr­ir utan fjöl­breytt­ar teg­und­ir mynd­grein­inga fel­ur starf­semi þess m.a. í sér deyf­ing­ar, sýna­tök­ur og ástung­ur. Auk þess fer þar einnig fram kennsla.

„Við tök­um á móti geisla­fræðing­um og lækn­is­fræðinem­um. Við erum með viður­kenn­ingu frá Há­skóla Íslands um að þetta sé kennslu­ein­ing. Þannig það er al­veg líf og fjör í þessu fyr­ir­tæki. Sér­stak­lega hérna á Eg­ils­göt­unni þar sem miðstöðin er.“

Aðspurð seg­ir Sól­veig rekst­ur­inn bless­un­ar­lega ekki hafa orðið fyr­ir mikl­um áhrif­um vegna heims­far­ald­urs Covid-19 og hef­ur því ekki tekið mikl­um breyt­ing­um síðustu tvö árin.

„Dag­ur­inn er svo sem svipaður og hann hef­ur verið áður. Það má kannski segja að far­ald­ur­inn núna – að þessi miklu for­föll vegna Ómíkron hafi haft ein­hver áhrif en ann­ars hef­ur þetta bara gengið ótrú­lega vel. Starfs­fólkið hef­ur bara staðið sig mjög vel.“

Hún seg­ir nú spenn­andi tíma framund­an með til­komu nýju tækj­anna.