Home Fréttir Í fréttum Stefnubreyting hjá Stjórnarráði

Stefnubreyting hjá Stjórnarráði

191
0

Bankaráð Lands­bank­ans mun koma sam­an í þess­um mánuði og fjalla um ósk Stjórn­ar­ráðsins um að hefja form­leg­ar viðræður um kaup á Norður­húsi ný­bygg­ing­ar bank­ans í Aust­ur­höfn. Þetta seg­ir Rún­ar Pálma­son, upp­lýs­inga­full­trúi bank­ans. Halda má því fram að hér sér rík­is­sjóður að hefja samn­ingaviðræður við sjálf­an sig, því hann á 98,2% í Lands­bank­an­um.

<>

Eins og fram kom í frétt í Morg­un­blaðinu 24. fe­brú­ar sl. stefn­ir ríkið að því að hefja form­leg­ar samn­ingaviðræður við Lands­bank­ann um kaup á Norður­hús­inu við Aust­ur­bakka, sem er í bygg­ingu. Kannað verði til hlít­ar hvort hægt sé að ná fram hag­kvæmri niður­stöðu um kaup rík­is­ins á eign­inni. Um sé að ræða nú­tíma­legt og sveigj­an­legt skrif­stofu­hús­næði sem hægt sé að sér­sníða að þörf­um Stjórn­ar­ráðsins inn­an til­tölu­lega skamms tíma. Því sé um álit­leg­an kost að ræða.

Um að ræða tvö hús af fjór­um

„Ný­bygg­ing Lands­bank­ans er í raun fjög­ur sam­byggð hús. Við höf­um frá upp­hafi stefnt á að selja eða leigja frá okk­ur um 40% af hús­inu eða um 6.500 fer­metra. Stærsti hluti þess hús­næðis sem við ætl­um að selja eða leigja frá okk­ur er í tveim­ur hús­um sem ganga und­ir heit­inu Norður­hús og er rúm­lega 6.000 fer­metr­ar.

Einnig hyggst bank­inn leigja eða selja hús­næði sem til­heyr­ir öðrum hlut­um bygg­ing­ar­inn­ar,“ seg­ir Rún­ar Pálma­son. Norður­hús sam­an­stend­ur af tveim­ur bygg­ing­ar­hlut­um, ann­ars veg­ar fjög­urra hæða bygg­ingu og hins veg­ar bygg­ingu á einni hæð með þak­g­arði. Norður­hús mun fá hús­núm­erið Reykja­stræti 6. Bank­inn verður í Reykja­stræti 8.

Rún­ar seg­ir að bank­inn hafi að und­an­förnu kynnt hús­næðið fyr­ir ýms­um mögu­leg­um kaup­end­um og leigj­end­um, þ.m.t. fyr­ir Stjórn­ar­ráðinu, og marg­ir sýnt því áhuga.

Stefnt er að því að ný­bygg­ing Lands­bank­ans, sem er alls 16.500 fer­metr­ar, verði til­bú­in til notk­un­ar í lok árs 2022.

Í til­kynn­ingu á heimasíðu Stjórn­ar­ráðsins í síðustu viku kem­ur fram að for­sæt­is­ráðuneytið og fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið hafi und­an­farna mánuði unnið að grein­ingu á framtíðar­skip­an hús­næðismála Stjórn­ar­ráðsins. Nú liggi fyr­ir til­lög­ur um skipu­lag hús­næðismála til lengri og skemmri tíma.

Til lengri tíma er gert ráð fyr­ir að starf­semi Stjórn­ar­ráðsins verði í stærri og sveigj­an­leg­um ein­ing­um á og við Stjórn­ar­ráðsreit. Um er að ræða Stjórn­ar­ráðshúsið við Lækj­ar­götu auk viðbygg­ing­ar, Skúla­götu 4, Sölv­hóls­götu 4, Sölv­hóls­götu 7-9, Arn­ar­hvol við Lind­ar­götu og Norður­hús á Aust­ur­bakka. Auk þess sem gamla Hæsta­rétt­ar­húsið við Lind­ar­götu verður nýtt und­ir sam­eig­in­lega aðstöðu.

Hér er um að ræða stefnu­breyt­ingu hjá Stjórn­ar­ráðinu, því áður var stefnt að ný­bygg­ing­um, alls tæp­lega 10 þúsund fer­metr­ar að stærð, á svo­nefnd­um Stjórn­ar­ráðsreit. Hann mark­ast af Skúla­götu, Klapp­ar­stíg, Lind­ar­götu og Ing­ólfs­stræti.

Alþingi samþykkti í októ­ber 2016 álykt­un í til­efni ald­araf­mæl­is sjálf­stæðis og full­veld­is Íslands árið 2018 um að fela rík­is­stjórn að efna til sam­keppni um skipu­lag Stjórn­ar­ráðsreits. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra til­kynnti úr­slit og af­henti verðlaun fyr­ir bestu til­lög­urn­ar við at­höfn í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu 3. des­em­ber 2018.

Átta til­lög­ur bár­ust í sam­keppn­inni. 1. verðlaun hlaut til­laga T.ark arki­tekta ehf. og SP(R)INT Studio.

Lesa má nán­ar um málið í fimmtu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.