Home Fréttir Í fréttum Íbúðir í byggingu aðeins brot af þörfinni

Íbúðir í byggingu aðeins brot af þörfinni

133
0
Mynd: Mbl.is

Vign­ir S. Hall­dórs­son rek­ur bygg­inga­fyr­ir­tæki á höfuðborg­ar­svæðinu. Hann seg­ir að sá fjöldi íbúða sem nú eru í bygg­ingu dugi eng­an veg­inn til að vinna á þeim mikla fast­eigna­skorti sem nú rík­ir.

<>

Hann bend­ir á að hlut­deild­ar­lán fyr­ir yngra fólk og þá sem eru að kaupa fyrstu íbúð sé góð leið. Vand­inn sé hins veg­ar sá að það sé al­veg sama hversu mörg­um millj­örðum rík­ir veit­ir í fast­eigna­kaup á meðan að fram­boðið er aðeins brot af því sem eft­ir­spurn er eft­ir.

Það þýði ein­fald­lega að þrýst­ing­ur auk­ist á þær eign­ir sem til eru og verðið haldi áfram að hækka.

Hann tel­ur að sveit­ar­fé­lög­in á höfuðborg­ar­svæðinu verði að vinna sam­an að mál­inu og kalla sem flesta að borðinu. Ekki bara grein­inga­deild­ir bank­anna og stjórn­mála­menn.

Það verði að snar­auka fram­boð á lóðum og það strax. Þá er það hans skoðun að ein­föld­un á reglu­verki geti líka hraðað þess­um mál­um.

Heimild: Mbl.is