Home Fréttir Í fréttum Fyrirtæki í eigu Suðurnesjamanna arðbærast í byggingageiranum

Fyrirtæki í eigu Suðurnesjamanna arðbærast í byggingageiranum

612
0
Mynd: Rafholt.is

Rafverktakinn Rafholt ber af þegar horft er til miðgildis arðsemi eigin fjár á síðastliðnum fimm árum í byggingastarfsemi- og mannvirkjagerð samkvæmt samantekt Frjálsrar verslunar og Creditinfo.

<>

Fyrirtækið er í meirihlutaeigu Suðurnesjamanna, þeirra Helga Rafnssonar og Vilhjálms M. Vilhjálmssonar.

Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins, en þar segir að miðgildi arðsemi eigin fjár fyrirtækisins á tímabilinu hafi numið rétt rúmlega 61%. Til samanburðar var næsta fyrirtæki þar á eftir með um 37%.

Fyrirtækið var stofnað árið 2002 og er í dag einn af stærri atvinnurekendum rafverktöku á Íslandi með um 100 starfsmenn og verktaka á sínum snærum.

Eigendur Rafholts eru Helgi I. Rafnsson framkvæmdastjóri, Grétar Magnússon stjórnarformaður, Vilhjálmur M. Vilhjálmsson þjónustustjóri, Borgþór Grétarsson skrifstofu- og gæðastjóri, Jóhann R. Júlíusson yfirmaður smáspennudeildar og Rúnar Kjartan Jónsson yfirverkstjóri á Suðurnesjum.

Heimild:Sudurnes.net