Vegagerðin óskar eftir tilboðum í styrkingu og klæðingu á Þjórsárdalsveg (32-03), frá Hallslaut að Fossá.
Um er að ræða endurbyggingu Þjórsárdalsvegar (32-02), frá Hallslaut í vestri að Fossá í austri. Verkið felst í fræsingu á núverandi klæðningu, styrkingu og klæða aftur með bundnu slitlagi. Vegkaflinn sem um ræðir er 2,6 km að lengd og að jafnaði 6,5 m breiður.
Helstu magntölur eru:
– Skeringar 320 m3
– Styrktarlag 0/90 1.120 m3
– Burðarlag 0/22 3.000 m3
– Tvöföld klæðing 14.500 m2
– Frágangur fláa 11.450 m2
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 28. febrúar 2022 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 15. mars 2022.