Home Fréttir Í fréttum Eitt fyrirtæki fékk nær allar lóðir sem boðnar voru upp í Dalshverfi

Eitt fyrirtæki fékk nær allar lóðir sem boðnar voru upp í Dalshverfi

932
0

Byggingafélagið Grafarholt ehf. fékk úthlutað nær öllum fjölbýlishúsalóðum, sem boðnar voru upp, í nýju Dalshverfi í Reykjanesbæ.

<>

Ríflega 600 umsóknir bárust í 25 lóðir einbýlis-, par-, rað- og fjölbýlishúsa. Skipulagið gerir ráð fyrir samtals 175 íbúðum á lóðunum. Dregið var úr 226 gildum umsóknum.

Nýtt fyrirkomulag var notað við úthlutun hluta lóðanna þar sem fyrirtæki buðu í lóðir. Sem fyrr segir átti Grafarholt ehf, sem staðsett er í Garðabæ hæsta boð í nær allar þær lóðir.

Fulltrúi sýslumanns var viðstaddur útdráttinn og færði niðurstöður í gerðabók.

Hér má sjá lista yfir þá aðila sem fengu úthlutað lóðum.

Heimild: Sudurnes.net