Home Fréttir Í fréttum Stál­grindar­hús sprakk í Hafnar­firði

Stál­grindar­hús sprakk í Hafnar­firði

255
0
Mynd/Eyþór Árnason

Í­búar í Hellu­hverfi í Hafnar­firði og næsta ná­grenni þess eru hvattir til að halda sig innan­dyra eftir að stál­grindar­hús við Dofra­hellu sprakk í ó­veðrinu sem nú gengur yfir.

<>

Í til­kynningu sem Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu sendi frá sér kemur fram að lokað hafi verið fyrir um­ferð um hverfið.

„Þeir sem eru stað­settir í hverfinu eða næsta ná­grenni eru beðnir um að halda sig innan­dyra, en brak úr húsinu hefur fokið til. Búist er við að veðrið á þessum stað gangi niður næsta klukku­tímann,“ segir í til­kynningu frá lög­reglu.

Heimild: Frettabladid.is