Vegagerðin óskar eftir tilboðum í styrkingu og klæðingu á Hringvegi (1-b0) vestan Álftaversvegar (211-01). Framkvæmdakaflinn er um 2,9 km langur.
Helstu magntölur eru:
- Skeringar 2.080 m3
- Lögn stálræsa 90 m
- Fyllingar og fláafleygar 2.540 m3
- Burðarlag 0/22 5.370 m3
- Tvöföld Klæðing 22.850 m2
- Gróffræsun 19.860 m2
- Víravegrið 320 m
- Frágangur fláa og vegsvæðis 22.620 m2
Verkinu skal að fullu lokið 15. október 2023.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með fimmtudeginum 17. febrúar 2022 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 8. mars 2022.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.