Home Fréttir Í fréttum Um 600 umsóknir um lóðir í nýju Dalshverfi í Reykjanesbæ

Um 600 umsóknir um lóðir í nýju Dalshverfi í Reykjanesbæ

286
0

Mikill áhugi hefur verið á lóðum í nýju hverfi í Innri-Njarðvík, Dalshverfi III, en um 600 umsóknir hafa borist. Hverfið verður að mestu leyti byggt upp með fjölbýlis- og ráðhúsum og hentar því vel byggingarfyrirtækjum.

<>

Í tilkynningu á vef Reykjanesbæjar kemur fram að til hafi staðið að draga úr umsóknum föstudaginn 18. febrúar næstkomandi á almennum fundi Umhverfis- og skipulagsráðs. Töluverð úrvinnsla er við þessar umsóknir og ákveðið hefur verið að fresta úthlutun til aukafundar umhverfis- og skipulagsráðs föstudaginn 25. febrúar.

Dregin verða þrjú nöfn úr potti fyrir hverja lóð sem raðast í 1 – 3 sæti. Falli umsækjandi nr. 1 frá umsókninni færist hún sjálfkrafa til umsækjenda númer 2 og svo framvegis. Í fundargerð sem verður gefin út eftir fund umhverfis- og skipulagsráðs þann 25. febrúar munu niðurstöðurnar verða gerðar opinberar.

Rétt er að geta þess að fulltrúi sýslumanns verður við úthlutunina sem verður í fullu samræmi við áður útgefnar úthlutunarreglur.

Heimild: Sudurnes.net