Home Fréttir Í fréttum Landsnet tilbúið til viðræðna um orku fyrir álver á Hafurstöðum

Landsnet tilbúið til viðræðna um orku fyrir álver á Hafurstöðum

69
0
Teikning Ark Þing af fyrirhuguðu álveri á Hafursstöðum

Ágætur gangur er í viðræðum um orkuöflun fyrir álver á Hafursstöðum í Skagabyggð, að því er haft er eftir Ingvari Unnsteini Skúlasyni, framkvæmdastjóra Klappa Development ehf. í Morgunblaðinu í dag. Einnig kemur fram í fréttinni að Landsnet sé tilbúið til viðræðna við sveitarfélögin á svæðinu, svo skýra megi flutningsþörf raforku og þar með staðsetningu háspennulína.

<>

Haft er eftir Ingvari að framkvæmdir eigi samkvæmt þessu að geta farið af stað á árinu 2017 og að þeim eigi að ljúka árið 2019. Þá sé reiknað með að orkufyrirtækin verði tilbúin með rafmagn fyrir álverið. Áhugi fjárfesta sé skýr en að aðkoma þeirra verði þó ekki staðfest fyrr en öllu undirbúningsstarfi sé lokið og það verði væntanlega í maí eða júní á næsta ári. Kostnaður við byggingu fyrsta áfanga er áætlaður um 70 milljarðar króna.

Eins og fram kom í nýlegri umfjöllun Feykis um málið hafa sveitarfélögin á Norðurlandi vestra undirritað samstarfssamning við Klappir Development ehf. um uppbyggingu og rekstur á 120.000 tonna álveri á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð. Um er að ræða Blönduósbæ, Húnavatnshrepp, Húnaþing vestra, Sveitarfélagið Skagaströnd, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagafjörð, en Akrahreppi hefur ekki verið boðið þátttaka í samningnum.

Ennfremur kom fram í umfjöllum Feykis, sem byggð var á kynningu Ingvars á ársþingi SSNV í október sl. að gert er ráð fyrir 240 varanlegur störfum í álverinu. Orkuþörfin er 206 MW, sem reiknað er með að komi frá Blönduvirkjun í samræmi við vilja og samkomulag heimamanna og stjórnvalda þegar virkjunin var byggð.

Heimild: Feykir.is