Home Fréttir Í fréttum Hönnunarkostnaður við nýja ferju Herjólfs kominn í 147 milljónir

Hönnunarkostnaður við nýja ferju Herjólfs kominn í 147 milljónir

164
0
Mynd: eyjar.is

Ásmundur Friðriksson, alþingismaður sendi í síðasta mánuði fyrirspurn til innanríkisráðherra um kostnað við hönnun á nýjum Herjólfi. Fram kemur í svari Ólafar Nordal að í lok sept­em­ber 2015 hafi kostn­aður við hönn­um á nýj­um Herjólfi numið 147.083.890 kr.

<>

Svörin við spurningum Ásmundar má sjá hér:   

    1.     Hversu hár er kostn­aður við hönnun á nýjum Herjólfi orðinn?
Í lok september 2015 nam kostn­aður 147.083.890 kr.

2.     Hver er kostn­aður við ráðgjöf og sérfræðiaðstoð vegna hönnunarinnar?
Kostn­aður við ráðgjöf og sérfræðiaðstoð vegna hönnunar nam 136.790.328 kr., að vatnslíkanprófunum og gerð útboðsgagna meðtöldum.

3.     Hver er kostn­aður við líkanprófanir í tanki erlendis?
Kostn­aður vegna vatnslíkanprófana erlendis nam 139.200 evrum (€) og var greitt fyrir þá vinnu 21.492.480 kr.

4.     Hver er áætlaður viðbótarkostn­aður vegna lengingar ferjunnar um 4,2 metra og tankprófana á stærri ferju?
Mat ráðgjafa Vegagerðarinnar er að viðbótarkostn­aðurinn sé óverulegur, þ.e. innan við 2–4%, þar sem fyrst og fremst er um aukið stálmagn að ræða. Tilboð norska fyrirtækisins Polarkonsult í viðbótartankprófanir nemur 64.900 evrum eða um 9,4 millj. kr.

5.     Hversu hár var hönnunarkostn­aður nýrrar ferju upphaflega áætlaður?
Algengt er að smíði og hönnun sé boðin út saman. Miðað er við að hönnunarkostn­aður ferju af þessari stærðargráðu geti numið allt að 15% af heildarkostnaði. Ákveðið var að skipta verkefninu upp og bjóða út fyrsta hluta hönnunar sérstaklega. Áætlaður hönnunarkostn­aður var 800.000 evrur (um 116 millj. kr.), þar af voru áætlaðar 300.000 evrur (44 millj. kr.) í prófanir og hermanir. Undanskilið í hönnunarkostnaði var eftirlit með hönnun, ráðgjöf við vinnuhóp, þátttaka í hermun, frekari prófanir o.fl.

Heimild: Eyjar.is