Home Fréttir Í fréttum Stórhýsi við Grensásveg ekki samþykkt

Stórhýsi við Grensásveg ekki samþykkt

271
0
Svona átti hið nýja 54 íbúða fjölbýlishús við Grensásveg að líta út. Tillögunni hefur verið hafnað. Tölvumynd/Atelier arkitektar

Skipu­lags­full­trúi Reykja­vík­ur hef­ur hafnað ósk þess efn­is að heim­ilað verði að rífa húsið Grens­ás­veg 50 og byggja í staðinn stórt fjöl­býl­is­hús á lóðinni.

<>

Eins og fram kom í frétt í Morg­un­blaðinu 11. des­em­ber sl. barst Reykja­vík­ur­borg fyr­ir­spurn um það hvort heim­ilað yrði að byggja fjöl­býl­is­hús með allt að 54 íbúðum á lóðinni Grens­ás­vegi 50.

Bygg­ing­in var brot­in upp í ein­ing­ar og stall­ast 4-6 hæðir og rís hæst á Grens­ás­vegi, 10 hæðir. Húsið átti að verða alls rúm­lega 8.400 fer­metr­ar. Meðal­stærð íbúða yrði 97 fer­metr­ar.

Varðar hags­muni allra

Á lóðinni, sem er of­ar­lega við göt­una, stend­ur hús sem átti að rífa ef áformin næðu fram að ganga. Húsið er upp­haf­lega hannað af Skúla Norðdal arki­tekt.

Fyr­ir­spurn­inni var vísað til um­sagn­ar verk­efn­is­stjóra skipu­lags­full­trúa. Í um­sögn verk­efn­is­stjór­ans seg­ir að þegar horft sé til þró­un­ar mögu­leika á upp­bygg­ingu sé nauðsyn­legt að horfa til allr­ar lóðar­inn­ar eða alls reits­ins sem um ræðir, þar sem það varðar hags­muni allra hvernig hún er nýtt.

„Reit­ur­inn sem lóðin er hluti af sam­an­stend­ur af Grens­ás­vegi 44-48, G 50 og Skála­gerði 4-6 og þarf að horfa til alls reits­ins varðandi þró­un­ar­mögu­leika/​breyt­ing­ar þar sem m.a. tæki­færi og um­hverf­isáhrif hafa óhjá­kvæmi­lega mik­il áhrif á þann kjarna,“ seg­ir í um­sögn­inni.

Enn frek­ar er bent á að svo virðist sem hús­in sem nú standa á lóðinni séu í góðu ástandi og séu góðir full­trú­ar síns tíma í sögu bygg­ing­ar­list­ar. Í því sam­hengi er bent á að vanda þarf til ákvörðunar um niðurrif húsa.

Þau upp­fylla einnig það að aðlag­ast upp að vissu marki ólíku byggðamynstri nær­liggj­andi svæða. Vel mætti sjá fyr­ir sér ein­hverja þróun upp­bygg­ing­ar á reitn­um, til að mynda að upp­bygg­ingu Grens­ás­veg­ar 44-48 yrði breytt þannig að hús yrðu byggð að götu og skipti þá miklu máli hvernig aðlæg­ar bygg­ing­ar væru í því sam­hengi.

Einnig mætti mögu­lega sjá fyr­ir sér ein­hverja hækk­un húsa á Grens­ás­vegi 50, þá einkum inn­dregið, og blandaðri notk­un, m.a. íbúðir á efri hæðum. En allt þyrfti þetta að ger­ast í sam­hengi.

„Að of­an­sögðu er því ekki mælt með að skoðaðar/​heim­il­ar verði breyt­ing­ar á einni lóð í þess­um kjarna þar sem þörf er tal­in á að skoða hann sem eina skipu­lags­lega heild. Enn­frem­ur þykir sýnd til­laga vera langt um­fram þá upp­bygg­ingu sem hægt er að sjá fyr­ir sér á þess­um stað,“ seg­ir í grein­ar­gerð verk­efn­is­stjór­ans.

Heimild: Mbl.is