Home Fréttir Í fréttum Endurnýjun Fossárvirkjunar í Engidal

Endurnýjun Fossárvirkjunar í Engidal

143
0

Verkís hefur verið að vinna að endurnýjun Fossárvirkjunar, sem er í Engidal, inn af Skutulsfirði á Vestfjörðum. Reist var nýtt stöðvarhús, keyptur nýr vél- og rafbúnaður og aðrennslispípa endurnýjuð. Einnig á að endurnýja inntak í lóni.

<>

Í þrjú ár hefur verið reynt að tæma lónið en ekki tekist vegna snjósöfnunar og kaldra sumra. Þar með hefur ekki enn verið hægt að vinna við inntakið en stefnt er að því að klára þá vinnu síðla næsta sumar.

Stöðin nýtir vatn úr Fossavatni sem er í um 350 m hæð y.s. Um er að ræða endurnýjun á virkjun sem byggð var árið 1937 og í var 600 kW Pelton vél. Ný vél er 1,2 MW Pelton vél á láréttum ási með tveimur stútum og nýja aðrennslispípan er úr GRP plasti. Vél- og rafbúnaður var prófaður í byrjun október, virkjunin var gangsett og er nú komin í rekstur. Virkjunin á að geta þjónað Súðavík og hluta Ísafjarðar í eyjakeyrslu sem og nýtast í venjulegan rekstur.

Heimild: Verkís.is