Home Fréttir Í fréttum Ráðherra hafn­ar kröfu borg­ar­stjóra

Ráðherra hafn­ar kröfu borg­ar­stjóra

63
0
Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráðherra mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráðherra hef­ur hafnað kröfu Dags B. Eggerts­son­ar borg­ar­stjóra um að loka NA/​SV flug­braut (06/​24 flug­braut) eða svo­kallaðri neyðarbraut á Reykja­vík­ur­flug­velli.

<>

Þetta kom fram á fundi borg­ar­ráðs í morg­un þar sem lagt var fram svar­bréf inn­an­rík­is­ráðherra.

Í bréf­inu seg­ir ráðherra það eðli­legt að láta reyna á samn­inga um lok­un neyðarbraut­ar­inn­ar fyr­ir dóms­stól­um. „Og það er það sem við erum að fara að gera,“ seg­ir Dag­ur í sam­tali við mbl.is.

Í bréfi ráðherra er rök­um Reykja­vík­ur­borg­ar að inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu f.h. ís­lenska rík­is­ins sé skylt að til­kynna lok­un NA/​SV flug­braut­ar­inn­ar og gera breyt­ing­ar á skipu­lags­regl­um og mögu­legri bóta­skyldu rík­is­ins vegna fyr­ir­hugaðra bygg­ingaráforma á Hlíðar­enda­svæði mót­mælt.

Snýst um að samn­ing­ar standi

„Vegna til­vís­un­ar Reykja­vík­ur­borg­ar til mögu­legr­ar máls­höfðunar á hend­ur ís­lenska rík­inu til viður­kenn­ing­ar á kröf­um sín­um um að braut­inni verði lokað og skipu­lags­regl­um fyr­ir Reykja­vík­ur­flug­völl breytt, er tekið fram að telja verði eðli­legt að Reykja­vík­ur­borg leggi fyr­ir dóm­stóla að fá úr þeim álita­mál­um leyst þannig að skorið verði úr um hvort sú skylda hvíli á rík­inu að loka flug­braut­inni eða skipu­lags­regl­um breytt,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Þarf að tryggja ör­yggi og þjón­ustu

Í bók­un Fram­sókn og flug­valla­vina er því fagnað að málsmeðferð vegna Reykja­vík­ur­flug­vall­ar sé „nú loks kom­in í fag­legt ferli. Inn­an­rík­is­ráðherra hef­ur yf­ir­um­sjón með flug­mál­um og ber ábyrgð á því að fyllsta flu­gör­ygg­is sé gætt meðal ann­ars á grund­velli alþjóðlegra reglna. Til að unnt sé að taka ákvörðun um lok­un flug­braut­ar er ekki nóg að taka flug­braut út af skipu­lagi eins og meiri­hlut­inn gerði held­ur verður það að liggja fyr­ir að lok­un flug­braut­ar­inn­ar komi ekki niður á ör­yggi flug­vall­ar­ins og að viðhalda megi full­nægj­andi þjón­ustu­stigi fyr­ir alla lands­menn. Slíkt lá hvorki fyr­ir þegar meiri­hlut­inn ákvað að taka flug­braut­ina út af skipu­lagi né ligg­ur það nú fyr­ir. Ekki liggja fyr­ir nauðsyn­leg gögn til að taka af­stöðu til lok­un­ar flug­braut­ar­inn­ar en í niður­stöðu Sam­göngu­stofu frá því í sum­ar um áhættumatið kem­ur fram að áhættumat Isa­via nái hvorki til áhrifa á flug­vall­ar­kerfi lands­ins í heild sinni, neyðar­skipu­lags Al­manna­varna, áhrifa á sjúkra­flutn­inga né fjár­hags­legra áhrifa á flugrekst­ur og þurfi að gera sér­stakt áhættumat um fram­kvæmd breyt­ing­ar­inn­ar komi til þess að ákveðið verði að loka flug­braut 06/​24,“ seg­ir í bók­um Fram­sókn­ar og flug­valla­vina.

Skýrsla stýri­hóps­ins ekki ein lögð til grund­vall­ar

Í til­kynn­ingu frá Fram­sókn og flug­valla vin­um er vitnað í bréf inn­an­rík­is­ráðherra sem seg­ir þar það mik­il­vægt að ríki og Reykja­vík­ur­borg vinni áfram sam­an að því að ná sam­komu­lagi um framtíð Reykja­vík­ur­flug­vall­ar í sam­ráði við aðra þá sem hags­muni eiga að gæta. Legg­ur ráðherra í bréf­inu áherslu á að sú vinna ein­skorðist ekki við ákveðna niður­stöðu um framtíðarstaðsetn­ingu held­ur horfi til mark­miða lög­gjaf­ar á sviði sam­göngu- og flug­mála og hlut­verks flug­vall­ar­ins.

Tekið er fram að könn­un stýri­hóps­ins um aðra flug­vall­ar­kosti á höfuðborg­ar­svæðinu beind­ist að því að skoða hvort önn­ur flug­vall­ar­stæði en Vatns­mýr­in kæmu til greina til rekst­ur inn­an­lands­flugs á höfuðborg­ar­svæðinu en hvorki til óbreytts flug­vall­ar í Vatns­mýri né Kefla­vík­ur­flug­vall­ar og því taka til­lög­ur stýri­hóps­ins mið af þeim for­send­um sem lagt var upp með þ.e. hvort önn­ur flug­vall­ar­stæði en Vatns­mýr­in kæmu til greina. Skýrsla stýri­hóps­ins verði ekki ein lögð til grund­vall­ar frek­ari grein­ingu eða viðræðum en sé gott inn­legg í framtíðar­stefnu­mörk­un inn­an­lands­flugs.

Óraun­hæft að flytja flug­völl­inn úr Vatns­mýri

Þá er áréttað að inn­an­rík­is­ráðherra hafi yf­ir­um­sjón með flug­mál­um og beri ábyrgð á heild­stæðri stefnu­mörk­un í sam­göng­um og beri að vinna að mark­miðum laga á þess­um sviðum og þurfi því m.a. að gæta  að flu­gör­yggi, fjár­hags­legri hag­kvæmni og skil­virkni sam­göngu­kerf­is­ins og samþætt­ingu þess, byggðaþróun og aðgengi lands­manna að grunnþjón­ustu. Verði viðræður við Reykja­vík­ur­borg og aðra hags­munaðila um framtíð Reykja­vík­ur­flug­vall­ar að taka mið af þess­um mark­miðum og því mik­il­væga þjón­ustu­hlut­verki sem flug­völl­ur­inn gegn­ir gagn­vart land­inu öllu.

„Tek­ur inn­an­rík­is­ráðherra fram að ljóst megi vera að óraun­hæft sé að ætla annað en að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði áfram í Vatns­mýri í næstu framtíð og tryggja verður fullt ör­yggi flug­vall­ar­ins í Vatns­mýr­inni og þjón­ustu­stig sem sam­ræm­ist hlut­verki vall­ar­ins. Ákvörðun um lok­un NA/​SV flug­braut­ar­inn­ar verði ekki tek­in án full­vissu um að lok­un braut­ar­inn­ar komi ekki niður á ör­yggi flug­vall­ar­ins og að viðhalda megi full­nægj­andi þjón­ustu­stigi fyr­ir alla lands­menn,“ seg­ir í til­kynn­ingu Fram­sókn­ar og flug­valla­vina.

„Ekki sé á þessu stigi unnt að lýsa yfir hver niðurstaðan verði, en ráðuneytið hafi nú m.a. til skoðunar áhættumat Isa­via og niður­stöðu Sam­göngu­stofu um áhrif lok­un­ar flug­braut­ar­inn­ar, sbr. bréf stofn­un­ar­inn­ar, dags. 1. júní sl.“

Heimild: Mbl.is