Home Fréttir Í fréttum Mal­bika bíla­stæði við Land­spít­ala

Mal­bika bíla­stæði við Land­spít­ala

123
0
Mynd: mbl.is/​Magnús Heim­is­son

Vinna hófst í morg­un við gerð 70 nýrra bráðabirgðabíla­stæða fram­an við aðal­bygg­ingu Land­spít­ala við Hring­braut. Áætlað er að búið verði að mal­bika stæðin eft­ir hálf­an mánuð.

<>

Þessi nýju bráðabirgðabíla­stæði koma í stað jafn margra bíla­stæða sem verður lokað milli kvenna­deilda og K-bygg­ing­ar þegar jarðvegs­vinna hefst til að und­ir­búa bygg­ingu nýs sjúkra­hót­els, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Nýj­um spít­ala.

Vinnusvæðið vegna gerðar bráðabirgðabíla­stæðanna verður af­markað en eng­um um­ferðarleiðum lokað hvorki fyr­ir ak­andi né gang­andi. Lág­marks­áhrif verða því á starf­semi spít­al­ans vegna þess­ara fram­kvæmda. Áhrif­in fel­ast aðallega í ferðum vöru­bíla til og frá vinnusvæði.

Með því að gera þessi nýju bráðabirgðabíla­stæði verða áfram í boði gjald­skyld stæði nærri spít­al­an­um þótt síðar komi til tíma­bund­inn­ar lok­un­ar bíla­stæðanna við kvenna­deild­ir og K-bygg­ingu.

Sjúkra­hót­elið er hluti af fyrsta áfanga upp­bygg­ing­ar Nýs Land­spít­ala (NLSH) við Hring­braut. Það rís á norður­hluta lóðar spít­al­ans milli kvenna­deild­ar, K-bygg­ing­ar og Baróns­stígs og verður tekið í notk­un árið 2017.  Í sjúkra­hót­el­inu verða 75 her­bergi og með til­komu þess breyt­ist aðstaða fyr­ir sjúk­linga og aðstand­end­ur mikið til batnaðar.

Aðal­hönnuður sjúkra­hót­els­ins er KOAN-hóp­ur­inn en for­hönn­un, skipu­lags­gerð, hönn­un gatna og lóðar er unn­in af Spital­hópn­um. Húsið verður prýtt með stein­klæðning­um, lista­verki eft­ir Finn­boga Pét­urs­son mynd­list­ar­manni.

Sjúkra­hót­elið verður fjór­ar hæðir og kjall­ari. Bygg­ing­in er 4.258 fer­metr­ar að stærð (brúttó), 14.780 rúm­metr­ar (brúttó) með kjall­ara og tengigöng­um. Hót­elið mun tengj­ast barna­spítala og kvenna­deild um tengigang

Heimild: Mbl.is