Home Fréttir Í fréttum Hús spretta upp eins og gorkúlur í Hörgársveit

Hús spretta upp eins og gorkúlur í Hörgársveit

151
0
Mynd: Óðinn Svan Óðinsson / RÚV
Hús spretta nú upp eins og gorkúlur í Hörgársveit, einu mest vaxandi sveitarfélagi landsins. Sveitarstjórinn segir fólk sækja í sveitina en útsvarstekjur hækkuðu um tæplega 20 prósent á síðasta ári.

100 nýjir íbúar á tveimur árum

Sveitarfélagið Hörgársveit sem er norðan við Akureyri varð til fyrir rúmum áratug við sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar. Þar búa nú um 700 manns og þeim fjölgar hratt. Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri í Hörgársveit, segir mikið um að vera.

<>

„Það er ör uppbygging og fjölgun íbúða. Á þessu svæði sem við stöndum á hér er flutt núna í 36 íbúðir og komnir nær 100 nýjir íbúar á nær tveimur árum,“ segir Snorri.

20 prósent meira útvar

Íbúum Hörgársveitar fjölgaði um fimmtíu á árinu, eða tæp 8 prósent, sem er rúmum fimm prósentum yfir landsmeðaltali. Mest munar um uppbyggingu við Lónsbakka, hverfi sem er tengt við nyrsta hluta Akureyrar.

„Það er verið að byggja hér 32 íbúðir sem eru núna í gangi og það verður flutt inn í þær fyrir áramót þannig að þá fjölgar enn. Og á næsta ári reiknum við með að það verði hafin bygging á 44 byggingum í viðbót.“

Þessi mikla fjölgun hefur áhrif á fjárhaginn því útsvarstekjur sveitarfélagsins jukust um 60 milljónir á síðasta ári eða um 20 prósent.

Fyllast þá ekki allir kassar af peningum?

„Nei, þetta er náttúrlega hratt gegnumstreymi. Auðvitað kostar heilmikið að byggja upp líka í kringum þetta. Við erum nú þegar búin að stækka leikskólann tvisvar sinnum, við erum að fara í þriðju stækkunina á þessu ári.

Markmiðið hjá okkur núna, sem við höfum sett okkur, og við erum nýbúin að skila inn nýrri húnsæðisáætlun til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem að kveður á um að við ætlum að vera komin í 1000 íbúa markið í upphafi árs 2026.“

Heimild: Ruv.is