Home Fréttir Í fréttum Aug­lýsa drög að ný­bygg­ingu SÁÁ

Aug­lýsa drög að ný­bygg­ingu SÁÁ

94
0

Um­hverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar hef­ur aug­lýst til­lögu að breyttu deili­skipu­lagi vegna stækk­un­ar meðferðar­heim­il­is­ins Vík­ur á Kjal­ar­nesi. Frumdrög að út­liti hús­anna eru hér sýnd á mynd.

<>

Fram kem­ur í til­ög­unni að nú­ver­andi bygg­ing­ar voru byggðar árið 1991 og er stærð þeirra alls 846 fer­metr­ar. Heim­ilt er að byggja inn­an reits­ins 1-3 sam­tengd­ar bygg­ing­ar. Há­marks­gólf­flöt­ur allra mann­virkja skal vera 3.500 fer­metr­ar.

Arnþór Jóns­son, formaður SÁÁ, seg­ir áformað að hefja fram­kvæmd­ir í byrj­un næsta árs. Von­ir séu bundn­ar við að nýju mann­virk­in verði til­bú­in árið 2017, eða á 40 ára af­mæli SÁÁ sem var stofnað 1977.

Arnþór seg­ir að það verði að jafnaði 40 karl­ar og 20 kon­ur í áfeng­is­meðferð í Vík. Skýr kynja­skipt­ing verði meðal sjúk­linga.

Hætta starf­semi á Staðar­felli

Arnþór seg­ir að sam­hliða því að ný mann­virki verða tek­in í notk­un í Vík muni SÁÁ hætta starf­semi á Staðar­felli á Fells­strönd. Þar er nú meðferð fyr­ir 30 sjúk­linga. Með flutn­ingi sjúk­linga til Vík­ur árið 2017 munI þessi tvö meðferðar­heim­ili SÁÁ sam­ein­ast í eitt.

Arnþór seg­ir sjúk­ling­um ekki munu fjölga við þessa flutn­inga. Heild­ar­fjöld­inn í Vík eft­ir sam­ein­ing­una verði nokk­urn veg­inn sá sami og er nú á báðum stöðum. Arnþór seg­ir hús­næðið í Staðar­felli barn síns tíma, en það var áður hús­mæðraskóli. Það henti til dæm­is hvorki hreyfi­hömluðum né fötluðum. Nýju mann­virk­in verði hins veg­ar sér­stak­lega hönnuð sem meðferðar­heim­ili.

Arnþór seg­ir fjár­öfl­un SÁÁ verða nýtta í þágu þess­ar­ar upp­bygg­ing­ar.

Áætlaður kostnaður við mann­virk­in í Vík er 800 millj­ón­ir króna.

Heimild: Mbl.is