Home Fréttir Í fréttum Festi fær milljarða á silfurfati

Festi fær milljarða á silfurfati

228
0
Bensínstöð N1. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Hörð gagn­rýni kem­ur fram á Reykja­vík­ur­borg fyr­ir að hafa eft­ir­látið Festi, sem rek­ur bens­ín­stöðvar und­ir merkj­um N1, að skipu­leggja íbúðabygg­ing­ar á bens­ín­stöðvar­reitn­um við Ægisíðu, þegar ljóst sé að lóðarleigu­samn­ing­ur­inn renni út eft­ir nokk­ur ár og lóðin gangi að óbreyttu aft­ur til borg­ar­inn­ar.

<>

Með þessu færi borg­in Festi fjár­muni, sem nemi allt að 2 millj­örðum króna, eft­ir því hvernig um semst um sölu bygg­ing­ar­rétt­ar, segja íbú­ar í hverf­inu, sem Morg­un­blaðið ræddi við.

Festi hef­ur kynnt áform um að reisa 13-15.000 m² bygg­ing­ar á reitn­um, en lóðin er um 6.000 m² á stærð. Heim­ild er fyr­ir að reisa allt að fimm hæða bygg­ing­ar þar, en hvernig sem því verður farið er ljóst að þarna yrði um mjög mikið bygg­ing­ar­magn að ræða og bygg­ing­ar­hlut­fallið hátt.

Við blas­ir að bygg­ing­ar­land á þess­um stað er eft­ir­sótt og verðmætt. Sem fyrr seg­ir á borg­in lóðina, en með því að eft­ir­láta N1 bygg­ing­ar­rétt og skipu­lag reits­ins vakna spurn­ing­ar um al­manna­hag.

Heimild: Mbl.is