Home Fréttir Í fréttum Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina

Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina

145
0
Reykjavík á og rekur malbikunarstöðina Höfða. mbi.is/sisi

Borg­ar­ráð samþykkti í dag að fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar yrði falið að meta kosti þess og galla að selja Mal­bik­un­ar­stöðina Höfða hf. og að leitað yrði til óháðra ráðgjafa vegna verk­efn­is­ins.

<>

Þá var staðfest sam­komu­lag Reykja­vík­ur­borg­ar við mal­bik­un­ar­stöðina um brott­flutn­ing henn­ar frá Sæv­ar­höfða 6-10 í Reykja­vík.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg.

Þar seg­ir að borg­in og Mal­bik­un­ar­stöðin hafi gert með sér um­rætt sam­komu­lag vegna fyr­ir­hugaðrar upp­bygg­ing­ar á 20 þúsund manna hverfi á Ártúns­höfða og við Elliðaár­vog.

Mal­bik­un­ar­stöðin hef­ur keypt sér lóð við Álf­hellu í Hafnar­f­irði og er flutn­ing­ur þangað þegar haf­inn.

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir, formaður borg­ar­ráðs. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Heil­brigð sam­keppni

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir, formaður borg­ar­ráðs og odd­viti Viðreisn­ar í borg­ar­stjórn, seg­ir að málið sé mikið fagnaðarefni. Í ljósi metnaðarfullra áforma, sem kveðið er á um í sam­göngusátt­mála sveit­ar­fé­laga höfuðborg­ar­svæðis­ins og rík­is­ins, verði að tryggja góða og heil­brigða sam­keppni um þá þjón­ustu sem op­in­ber­ir aðilar þurfi að kaupa.

„Í ansi mörg ár hafa verið tvö fyr­ir­tæki á þess­um markaði, sem voru Hlaðberg-Colas og Mal­bik­un­ar­stöðin Höfði, og svo núna kom þriðja fyr­ir­tækið á þenn­an markað og ég fagna því að það sé eðli­leg sam­keppni og það er ótrú­lega mik­il upp­bygg­ing framund­an þannig það er mjög mik­il­vægt að það séu góð og öfl­ug fyr­ir­tæki sem þjón­usta innviðaupp­bygg­ing­una,“ seg­ir Þór­dís Lóa í sam­tali við mbl.is.

Mal­bik­un­ar­stöðin hf. fær­ir sig í Hafn­ar­fjörðinn og eru flutn­ing­ar þegar hafn­ir. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son
Seg­ir þjón­usta við borg­ar­búa ekki minnka við sölu

Seg­ir þjón­usta við borg­ar­búa ekki minnka við sölu

Mal­bik­un­ar­stöðin á sér langa sögu, eins og Þór­dís Lóa út­skýr­ir, og hef­ur hún tekið marg­vís­leg­um breyt­ing­um í gegn­um tíðina. Þannig hafi rekstri Mal­bik­un­ar­stöðvar­inn­ar verið háttað und­an­far­in ár og ára­tugi eins og í einka­fyr­ir­tæki. Stöðin laut yf­ir­ráðum sér­stakr­ar stjórn­ar og bauð í verk­efni hins op­in­bera rétt eins og önn­ur fyr­ir­tæki á markaði. Þór­dís Lóa hef­ur því ekki áhyggj­ur af því að þjón­usta við borg­ar­búa rask­ist eða minnki.

„Und­an­far­in tíu, tutt­ugu ár hafa op­in­ber­ir aðilar alltaf boðið út verk­efni og þá tek­ur mal­bik­un­ar­stöðin þátt í þeim útboðum eins og hver ann­ar,“ seg­ir Þór­dís og bæt­ir við: „Þetta hef­ur verið sjálf­stætt fyr­ir­tæki með sjálf­stæða stjórn þannig borg­in hef­ur ekk­ert stýrt þessu fyr­ir­tæki beint, en þetta hef­ur verið í eigna­safni borg­ar­inn­ar og okk­ur í Viðreisn finnst óeðli­legt annað en að kost­ir og gall­ar þess að selja verði skoðaðir.“

Heimild: Mbl.is