Home Á döfinni Fyrirhugaðar opnanir útboða 27.01.2022 Skerjafjörður. Gatnagerð, stígar og veitur, for- og verkhönnun

27.01.2022 Skerjafjörður. Gatnagerð, stígar og veitur, for- og verkhönnun

92
0
Svona sér borgin fyrir sér nýja íbúðabyggð í Skerjafirði skammt frá flugbrautunum. REYKJAVÍKURBORG

F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:

Skerjafjörður. Gatnagerð, stígar og veitur, for- og verkhönnunEES útboð nr. 15342

Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 16:15 þann 11. janúar 2022.

Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.

Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 27. janúar 2021.

Ekki verður haldinn formlegur opnunarfundur, sjá má niðurstöðu á vefslóðinni https://reykjavik.is/opnun-tilboda-2022

Yfirlit yfir verkið: 
Verkið felur í sér for- og verkhönnun allra gatna-, stíga- og veitukerfa í Nýja Skerjafirði, auk þess sem undirbúa þarf og hanna breytingar á núverandi Einarsnesi milli Suðurgötu og Skeljaness í tengslum við uppbygginguna á svæðinu.

Nánar tiltekið skal for- og verkhanna plan- og hæðarlegu allra gatna og stíga á skipulagssvæði Nýja Skerjafjarðar, auk núverandi Einarsness. For- og verkhanna skal allar stofn- og dreifilagnir fyrir rafmagn, vatns- og hitaveitu, auk lagnaleiða gagnaveitu. Einnig skal for- og verkhanna fráveitu og ofanvatnslausnir.

Við hönnunina skal fara að kröfum í BIM skilalýsingu, öll lagna- og veitukerfi skulu hönnuð í þrívídd og réttum stærðarhlutföllum þannig að unnt sé að árekstragreina og fínstilla samspil kerfanna snemma á hönnunarstigi.

Gatna- og stígakerfi auk stofnlagna tengjast við nýja og eldri innviði annarra skipulagssvæða og er bent á að samhliða þeirri hönnun sem hér er boðin út fer fram hönnunarvinna á skipulagssvæðum brúar yfir Fossvog, Nauthólsvíkur og Háskólans í Reykjavík (HR).

Göngu-, hjóla og götutenging fyrir almenningssamgöngur við Nauthólsvík og Kársnes er við suðurenda flugvallarins og hverfið fær vatns- og hitaveitu frá nýjum stofnlögnum sem liggja frá Nauthólsvegi í námunda við HR. Því er nauðsynlegt að hafa ítarlegt og gott samstarf og samráð við hönnunarteymi Borgarlínu, Veitur og aðra þá aðila sem að málum koma á svæðinu.

Deiliskipulag fyrir Nýja Skerjafjörð var samþykkt vorið 2021 og liggur til grundvallar hönnuninni, en einnig skal fara eftir hönnunarleiðbeiningum Reykjavíkurborgar fyrir hverfið sem komu út síðsumars 2021. Helstu skjöl eru meðal fylgigagna útboðsins eins og vísað er til í kafla 0.1.3, en bjóðandi þarf einnig að kynna sér aðrar forsendur hönnunarinnar eins og við á.

Í tengslum við uppbyggingu í Nýja Skerjafirði er nauðsynlegt að huga að breytingum á núverandi Einarsnesi til að koma til móts við aukna umferð um götuna, aðskilja bílaumferð frá hjólandi og gangandi vegfarendum, auk þess sem tryggja þarf öruggar tengingar fyrir núverandi íbúa við Einarsnes. Núverandi Einarsnes er utan við skipulagssvæði Nýja Skerjafjarðar og ekki liggur fyrir deiliskipulag um slíkar breytingar sem hér eru nefndar, en samráð verður haft við verkkaupa um framvindu og útfærslu þeirra.

Við gerð rammaskipulags hverfisins árið 2019 og deiliskipulagstillögu fyrir 1. áfanga árið eftir voru lögð drög að hönnun veitulagna og gatnakerfis með ýmsum hætti, svo sem að hefjast handa við forhönnun á framlengdu Einarsnesi í vestri og gatnatengingu almenningssamgangna, gangandi og hjólandi í austri.
Í tengslum við undirbúning uppbyggingarinnar á svæðinu voru gerðar rannsóknir og mælingar á yfirborði landsins og jarðvegi. Töluverð yfirhæð lands er á hluta svæðisins miðað við fyrirhugaða uppbyggingu og því þarf að færa og flytja til töluvert magn af jarðvegi svo hefjast megi handa við gatnagerð, veitulagnir og uppbyggingu lóða.

Stór hluti jarðvegs á svæðinu er í landnotkunarflokki atvinnusvæðis skv. reglugerð 1400/2020 um mengaðan jarðveg og einnig er töluvert um jarðveg þar sem innihald þungmálma og lífrænna efnasambanda er ofan viðmiðunarmarka fyrir bæði íbúðarsvæði og atvinnusvæði. Þegar hefur verið boðin út gerð útboðsgagna fyrir undirbúnings-jarðvinnu og meðhöndlun/flutning á jarðvegi skv. reglugerðinni. Samráð og samstarf við þá hönnuði er nauðsynlegt varðandi tilteknar forsendur um bæði hvenær og hvernig landi verður skilað til þeirra sem sjá munu um gatnagerð, veitulagnir og uppbyggingu á lóðum.

Alls þarf í þessu hönnunarverki að hanna um 3100 metra af götum auk göngu- og hjólastíga innan svæðisins. Samkvæmt deiliskipulaginu þarf lagna- og veitukerfi fyrir 9 skipulagsreiti íbúðarbyggðar (alls 3,7 ha), skipulagsreit fyrir bílastæðahús, verslun og þjónustu (0,33 ha),  skólalóð (1,4 ha) auk annarrar starfsemi (0,57 ha). Fyrir veitukerfi og ofanvatnslausnir þarf einnig að gera ráð fyrir að anna þörfinni sem skapast þegar hverfið verður fullbyggt, en reikna má með um það bil tvöföldun íbúða í síðari áföngum uppbyggingarinnar.

Mynd 1 hér fyrir neðan sýnir svæðið sem um ræðir, ásamt legu götu, stíga og stofnlagna að tengingu við núverandi lagna- og gatnakerfi við Nauthólsveg/HR. 

Mynd 1

 

Yfirlit svæðisins Blái ramminn sýnir núverandi Einarsnes, græna afmörkunin er svæðið sem tilheyrir Nýja Skerjafirði, gula brotalínan er afmörkun gagnvart skipulagssvæði brúar yfir Fossvog og gula svæðið sýnir hvar gatna- og stígatengingin liggur suður fyrir flugvöll ásamt lagnaleið stofnlagnanna frá HR. 

Allt návígi við skipulagssvæði flugvallarins í hönnun jafnt sem skipulagi framkvæmdaútboðs skal unnið í nánu samráði við Isavia og flugvallarstjórann á Reykjavíkurflugvelli. Athygli er vakin á því að svæðið liggur meðfram Reykjavíkurflugvelli og eru strangar hæðartakmarkanir vegna hindranaflata flugvallarins, bæði varðandi framkvæmdir og varanleg mannvirki eða landmótun.

Á hönnunar- og framkvæmdatímanum sem þetta útboð fjallar um mun Isavia láta hanna og reisa nýja flugvallargirðingu á skipulagsmörkum flugvallarins, en þau eru meðfram götustæði á framlengdu Einarsnesi og einnig á áhrifasvæði breytinga á núverandi Einarsnesi.

Á grundvelli hönnunarinnar skal ráðgjafi magntaka heildarverkið og gera kostnaðaráætlun fyrir verkkaupa. Skila skal bæði forhönnunarskýrslu og síðar hönnunarskýrslu í verklok hönnunar þar sem helstu forsendum er lýst. Teikningasetti og hönnunargögnum skal skila samkvæmt kröfum í BIM skilalýsingu, sjá kafla 3.

Ekki er hægt að útiloka að framkvæmdaverkinu verði skipt í tvö og jafnvel þrjú útboð gatnagerðar og veitulagna. Ólíklegt er að núverandi Einarsnes fari í verkhönnun og framkvæmdaútboð í þessari lotu, en gengið er út frá því að öll forhönnun í verkinu verð í einni heild. Verkhönnun annarra hluta verksins verður í einu lagi og gert ráð fyrir einum útboðsgögnum.

 

Previous articleFjórföldun umsókna um atvinnulóðir
Next article02.02.2022 Sveitarfélagið Hornafjörður „Hof- endurbætur á leikskóla“