Home Fréttir Í fréttum Fjórföldun umsókna um atvinnulóðir

Fjórföldun umsókna um atvinnulóðir

71
0
Frá Hafnarfjarðarhöfn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hafn­ar­fjarðarbær hef­ur selt 70 at­vinnu­lóðir síðastliðin fjög­ur ár og fjór­faldaðist sal­an á milli ár­anna 2020 og 2021. Á síðasta ári seld­ust alls 47 slík­ar lóðir, flest­ar í Hellna­hrauni.

Þetta kem­ur fram í grein Rósu Guðbjarts­dótt­ur, bæj­ar­stjóra Hafn­ar­fjarðar, í blaðinu í dag. Hún seg­ir áhuga fyr­ir­tækja á lóðum enn vera mik­inn og þess vegna hafi verið ákveðið að skipu­leggja 50 lóðir til viðbót­ar.

Rósa Guðbjarts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Hafn­ar­fjarðar. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Sé allt tekið sam­an verði á ár­un­um 2018-2022 yfir 600 þúsund fer­metr­um ráðstafað til at­vinnu­starf­semi í Hafnar­f­irði.

Heimild: Mbl.is

Previous articleNLFÍ-íbúðir í byggingu fljótlega
Next article27.01.2022 Skerjafjörður. Gatnagerð, stígar og veitur, for- og verkhönnun