Home Fréttir Í fréttum NLFÍ-íbúðir í byggingu fljótlega

NLFÍ-íbúðir í byggingu fljótlega

65
0
Tölvuteiknuð mynd af nýju íbúðahverfi NLFÍ í Hveragerði.

Fram­kvæmd­ir við upp­bygg­ingu 84 sjálf­bærni­vottaðra íbúða á lóð Heilsu­stofn­un­ar Nátt­úru­lækn­inga­fé­lags Íslands, NLFÍ, í Hvera­gerði hefjast fljót­lega á þessu ári að sögn Þóris Har­alds­son­ar for­stjóra. Kostnaður verður á bil­inu fjór­ir til fimm millj­arðar króna.

„Við byrj­um á ein­um klasa með fjór­um hús­um sem inni­halda átján íbúðir. Hver íbúð er 88 – 140 fer­metr­ar með geymslu. Stæði í bíla­kjall­ara og aðgengi að lyft­um er í öll­um íbúðum. Næsti klasi fylg­ir svo fljót­lega á eft­ir. Við ætl­um að vera með 40% íbúðanna í bygg­ingu í fyrsta áfanga,“ seg­ir Þórir en 15 – 18 mánuði tek­ur að byggja hvern klasa.

Mörg sím­töl

Þórir seg­ir aðspurður að stofn­un­in hafi fengið mikið af sím­töl­um frá áhuga­söm­um kaup­end­um enda sé mik­il ásókn í fast­eign­ir í Hvera­gerði þessi miss­er­in. Sala íbúðanna er ekki haf­in en aug­lýst verður op­in­ber­lega, m.a. á lind­ar­brun.is, hvenær kaup­end­ur geti skráð sig.

Heimild: Mbl.is

Previous articleOpnun útboðs: Ísafjörður. Lenging Sundabakka, þybbur 2021
Next articleFjórföldun umsókna um atvinnulóðir