Úr fundargerð Bæjarráðs Garðabæjar þann 29.07.2025
Eftirfarandi tilboð bárust í útboðsverkið “Reglubundið eftirlit og viðhald loftræstikerfa fyrir Garðabæ“:
1. Hitastýring hf., kr. 42.885.990.
2. Blikkás ehf., kr. 72.542.028.
3. Rafstjórn ehf., kr. 20.859.049.
Kostnaðaráætlun var kr. 33.000.000.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Rafstjórnar ehf. að fjárhæð kr. 20.859.049. Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er sviðsstjóra umhverfissviðs falin afgreiðsla málsins.