Home Fréttir Í fréttum Byggja íþróttamiðstöð fyrir einn milljarð kr.

Byggja íþróttamiðstöð fyrir einn milljarð kr.

358
0
Búðardalur. mbl.is/Sigurður Bogi

Fram­kvæmd­ir hefjast á þessu ári við bygg­ingu íþróttamiðstöðvar í Búðar­dal. Ætlun er að reisa íþrótta­sal með sam­eig­in­leg­um þjón­ustukjarna hvar verða meðal ann­ars bún­ings­klef­ar fyr­ir útisund­laug.

<>

Á fjár­hags­áætl­un þessa árs eru verk­efni þessu eyrna­merkt­ar 250 millj. kr., sem er um fjórðung­ur af heild­ar­kostnaði sem verður um einn ma. kr. Mann­virkið á að vera til­búið árið 2024.

„Íþróttamiðstöð mun renna sterk­ari stoðum und­ir sam­fé­lagið hér. Þetta er fram­kvæmd sem lengi hef­ur verið kallað eft­ir og er brýn. Styrkja þarf innviði hér á svæðinu svo við séum sam­keppn­is­hæf til framtíðar,“ seg­ir Eyj­ólf­ur Ingvi Bjarna­son odd­viti Dala­byggðar í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Slá lán og Laug­ar til sölu

Fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­lags­ins nú um stund­ir seg­ir hann vera ágæta og svig­rúm sé til að slá lán vegna þess­ar­ar upp­bygg­ing­ar. Von­andi komi þó pen­ing­ar inn á móti þegar og ef sala á skóla- og íþrótta­mann­virkj­um að Laug­um í Sæl­ings­dal gangi í gegn.

Horft hef­ur verið til þess að hús­in á Laug­um nýt­ist ferðaþjón­ustu, en í yf­ir­stand­andi heims­far­aldri er lít­ill áhugi á kaup­um.

Íbúar í Dala­byggð eru nú 620 tals­ins en voru 678 árið 2016. Fækk­un­in á þess­um sex árum sem læt­ur nærri að vera um tí­und. Þetta kall­ar á aðgerðir til efl­ing­ar byggðar­inn­ar og upp­bygg­ing góðrar íþróttaaðstöðu er hluti af því, að sögn Eyj­ólfs Ingva.

„Í dag eru um 100 nem­end­ur í Auðarskóla í Búðar­dal en ekki nema 2-3 krakk­ar í sum­um ár­göng­um. Að vísu er fjöldi barna alltaf í bylgj­um, en þessi staða er um­hugs­un­ar­verð,“ seg­ir odd­vit­inn.

Heimild: Mbl.is