Home Fréttir Í fréttum IKEA skoðar stækkun í Kaup­túni

IKEA skoðar stækkun í Kaup­túni

291
0
IKEA vill stækka vöruhúsið til að hagræða í starfsemi fyrirtækisins. Fréttablaðið/Stefán

Garðabær Skipulagsnefnd Garðabæjar tók fyrir beiðni Landslags um breytingu á deiliskipulagi Kauptúns í vikunni. Í breytingunni er gert ráð fyrir stækkun lóðar IKEA til vesturs ásamt stækkun byggingarreits.

<>

Stefán Rúnar Dagsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir að fyrirtækið sé með það til skoðunar að byggja eitt stórt vöruhús við verslunina í stað þess að hafa þrjú vöruhús í nágrenninu.

Kemur fram að rekstrarfélag Kauptúns og Urriðaholt ehf. hafi veitt breytingartillögunni jákvæða umsögn, hún hafi verið kynnt fyrir Vegagerðinni og ákveðið verið að auglýsa tillöguna.

Ef ráðist verður í framkvæmdir mun lóðin stækka til vesturs um 16.866 fermetra, í 73.269 fermetra eftir breytingu. Hámarksbyggingarmagn á lóð eykst úr 22.500 í 35.000 fermetra.

Stefán segir að um sé að ræða hugleiðingar um stækkun á vöruhúsi til hagræðingar. Um leið sé það alveg óráðið hvenær ráðist yrði í framkvæmdir ef hugmyndirnar yrðu samþykktar.

IKEA opnaði á Íslandi árið 1981, verslunin flutti í Kauptún árið 2006 en var þar áður til húsa í Holtagörðum í Reykjavík.

Heimild: Frettablaðið.is