Home Fréttir Í fréttum Ásókn í lóðir á nýju athafnasvæði við flugvöll í Vestmannaeyjum

Ásókn í lóðir á nýju athafnasvæði við flugvöll í Vestmannaeyjum

127
0
Fram kom þegar lóðirnar voru auglýstar að um væri að ræða 11 lóðir fyrir létta athafnastarfsemi í norðurhluta athafnasvæðis við flugvöll. Ljósmynd/TMS

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja á miðvikudaginn sl. var dregið um lóðir í fyrstu úthutun athafnasvæðis við flugvöll.

<>

Fram kemur í fundargerð ráðsins að alls hafi borist 8 umsóknir, en flestir sóttu um fleiri en eina lóð.

Draga þurfti um tvær lóðir, lóðir nr. 9 og 10.

Umsækjendur voru:

Lóð 9:

  • Steini og Olli
  • Gröfuþjónustan Brinks ehf.
  • Svanur Örn Tómasson

Lóð 10:

  • Steini og Olli
  • Gröfuþjónustan Brinks ehf.
  • Steinn Þórhallsson
  • Gunnar Bergur Runólfsson
  • Þorvaldur Ólafsson

Í niðurstöðu segir að ráðið lýsi yfir ánægju með áhuga á svæðinu.

Niðurstöðurnar eru eftirfarandi:

Lóð 9

  • Dregið út nr. 1 – Steini og Olli
  • Til vara – Svanur Örn Tómasson

Lóð 10

  • Dregið út nr. 1 – Þorvaldur Ólafsson
  • Til vara – Steinn Þórhallson

Á öðrum lóðum var útdráttur ekki nauðsynlegur.

  • Lóðir 11-12 – K-15 ehf.
  • Lóðir 13-19 – Svanur Örn Tómasson

Ráðið samþykkti að úthluta lóðunum og skulu lóðarhafar skila fullnægjandi teikningum fyrir 1.1.2023.

Heimild: Eyjar.net