Home Fréttir Í fréttum Skóflustunga tekið að 300 íbúða hverfi á Akureyri

Skóflustunga tekið að 300 íbúða hverfi á Akureyri

160
0
Mynd: Óðinn Svan Óðinsson - RÚV
Skóflustunga að nýju þrjú hundruð íbúða hverfi á Akureyri var tekin í dag. Formaður skipulagsráðs Akureyrar segir alla innviði vera til staðar á svæðinu og því um hagkvæma lausn að ræða.

Akureyringum fjölgði um 400

Akureyringum hefur fjölgað talsvert síðustu ár og eru þeir nú rúmlega 19.600. Fjölgaði bæjarbúum um rúmlega 400 á síðasta ári sem er yfir landsmeðaltali. Samhliða íbúafjölgun hefur mikið verið byggt en til þessa hefur Akureyri verið að stækka til suðurs.

<>

Nýja hverfið sem nú verður byrjað á er hins vegar norðan við Glerá. Þórhallur Jónsson, formaður Skipulagsráðs tók fyrstu skóflustunguna í dag ásamt formanni bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar.

„Það hagkvæmasta sem við getum gert í uppbyggingu.“

„Hérna eiga að rísa um 300 íbúðir sem geta hýst kannski 700-800 íbúa. Þetta er svolítið blönduð byggð, það eru bæði fjölbýlishús, einbýlishús og raðhús, parhús líka. Þannig að það er er bara mjög ánægjulegt að geta komið þessu af stað hér norðan Glerár,“ segir Þórhallur.

Þetta er fallegur staður, nú gætu einhverjir spurt sig, af hverju er ekki löngu búið að byggja hérna?

„Já maður hefur nú svo sem alveg spáði í því en þetta er partur að því sem við erum að reyna að gera. Þétta byggð og nýta innviðina okkar betur. Þetta er það hagkvæmasta sem við getum gert í uppbyggingu.

Við þurfum ekki að reisa nýjan skóla, við þurfum ekki að reisa nýjan leikskóla, þessir innviðir eru til staðar. Ef að framkvæmdir hefjast hér í maí að þá tekur þetta ekki mikið meira en 12 til 16 mánuði.“

Mynd: Óðinn Svan Óðinsson – RÚV

Heimild: Ruv.is