Home Fréttir Í fréttum Fljótandi háklassahótel opnað 2023

Fljótandi háklassahótel opnað 2023

250
0
Hótelið verður staðsett út á miðju hafi. Ljósmynd/Kempinski hotels

Stefnt er að því að opna fljót­andi háklassa­í­búðahót­el í Dúbaí í byrj­un árs­ins 2023. Hót­elið hef­ur verið í smíðum síðasta árið og verður þetta fyrsta hót­el sinn­ar teg­und­ar í heim­in­um.

<>

Hót­elið, sem hef­ur hlotið nafnið Sea Palace, er hluti af Kemp­inski-hót­el­sam­steyp­unni. Kemp­inski-hót­el­in eru þekkt fyr­ir lúx­us og framúrsk­ar­andi þjón­ustu.

Sea Palace verður fljót­andi lúx­us­hót­el þar sem alls verða tólf glæsi­leg­ar lúxusvill­ur til út­leigu. Ein­inga­hús­in verða tengd við aðal­bygg­ing­una en hver og ein villa mun hafa sína eig­in flot­bryggju og ver­önd. Siglt verður með hót­elgesti frá landi og að fljót­andi hót­el­inu með hraðbát­um en þeim mun einnig bjóðast að leigja sér slíka báta til að eiga mögu­leika á að fara í báts­ferðir í frí­tíma sín­um. Fréttamiðill­inn Daily Star greindi frá.

Fyr­ir­huguð opn­un hót­els­ins er í byrj­un árs 2023 líkt og fram hef­ur komið en það er skipa­smíðafyr­ir­tækið Seaga­te Shipy­ard sem sér um smíðina. Mohamed El Bahrawy, for­stjóri og stofn­andi Seaga­te Shipy­ard, seg­ist með ein­dæm­um stolt­ur af verk­efn­inu og er full­ur til­hlökk­un­ar yfir verklok­um þess.

„Við erum stolt af því sem við höf­um áorkað hingað til. Við erum sér­stak­lega ánægð með þetta verk­efni sem við höf­um unnið að í sam­starfi við alþjóðleg fyr­ir­tæki sem eru í far­ar­broddi í ferðamanna­brans­an­um,“ sagði hann. „Ég er mjög þakk­lát­ur fyr­ir traustið sem við höf­um notið frá Kemp­inski-sam­steyp­unni.“

Bahrawy sagðist þess full­viss að Sea Palace yrði eitt helsta aðdrátt­ar­afl í ferðaþjón­ust­unni í Dúbaí þegar dyrn­ar þar yrðu opnaðar. „Þetta mun skipa mikla sér­stöðu í heim­in­um öll­um.“

Heimild: Mbl.is