Home Fréttir Í fréttum Krefst bóta úr hendi vegaverktakans

Krefst bóta úr hendi vegaverktakans

281
0
Möl sem vegaverktaki var að vinna með við þjóðveginn um Kjalarnes fauk á bíla sem fóru þar um. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maður sem varð fyr­ir veru­legu tjóni á bíl sín­um þegar hann ók þjóðveg­inn um Kjal­ar­nes, þar sem unnið er að tvö­föld­un veg­ar­ins, sætt­ir sig ekki við að bera tjónið sjálf­ur.

<>

Efni sem verið var að vinna með fauk yfir bíl hans svo nauðsyn­legt er talið að heilsprauta bíl­inn sem gæti kostað tvær millj­ón­ir. Vega­gerðin og trygg­inga­fé­lag verk­tak­ans hafna því að bæta tjónið og hef­ur maður­inn ákveðið að leggja það fyr­ir úr­sk­urðar­nefnd í vá­trygg­inga­mál­um.

Skell­ur eru í lakki á vél­ar­hlíf, vinstri hlið og þaki eins árs gam­als bíls Ólafs.

Ólaf­ur H. Knúts­son býr á Akra­nesi og vinn­ur í Reykja­vík og ekur dag­lega um Kjal­ar­nes eins og tug­ir eða hundruð annarra öku­manna. Hann varð fyr­ir því í októ­ber að möl sem starfs­menn verk­taka við breikk­un veg­ar­ins voru að vinna með fauk yfir bíl hans og fleiri bíla sem þar voru á ferð. Fleiri hafa orðið fyr­ir tjóni vegna fram­kvæmd­anna.

Tel­ur hann að verktak­inn hafi sýnt af sér víta­vert gá­leysi að vinna með efnið á þess­um tíma og á þann hátt sem gert var og krefst bóta en trygg­inga­fé­lagið neit­ar.

Heimild: Mbl.is