Home Fréttir Í fréttum Nýjar íbúðir mæta ekki eftirspurn

Nýjar íbúðir mæta ekki eftirspurn

83
0

Færri íbúðir eru nú í byggingu á höfuðborgarsvæðinu en árið 2013. Að óbreyttu mun skortur á íbúðarhúsnæði á svæðinu því aukast.

<>

Þetta er mat sérfræðinga Samtaka iðnaðarins (SI) sem vísa til nýrrar talningar á íbúðum sem eru í byggingu á höfuðborgarsvæðinu.

Leiðir talning SI í ljós að nú er verið að byggja um 2.400 íbúðir á svæðinu. Til samanburðar áætla SI að 3.000-3.600 íbúðir þurfi að vera í byggingu á svæðinu til að anna eftirspurn. Er þá ekki verið að ganga á uppsafnaða þörf fyrir íbúðir